Í karphúsi krónunnar Sigmar Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 08:00 Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sigmar Guðmundsson Kjaraviðræður 2023-24 Íslenska krónan Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun