Reykjavík sparar tíma, fé og minnkar mengun með nútímavæðingu þjónustu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:31 Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Stafræn þróun Borgarstjórn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun