Þitt er valið Hafþór Reynisson skrifar 6. mars 2024 14:00 Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ljóðskáldið Refaat Alareer, höfundur ljóðsins "If I must die", var myrtur ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra á Gaza. Svo virðist sem þessi svokallaða "hernaðaraðgerð" Ísraela á hendur Palestínu hafi lítið farið í manngreinaálit hvort að einstaklingar séu meðlimir Hamas eða ekki, eins og flestum er nú orðið ljóst. En það sem virðist vera deginum ljósara, eftir því sem líður á þetta stríð gegn sakleysingjum og óbreyttum borgurum, er að Ísraelski herinn virðist vera að sigta út einstaklinga sem hafa nokkurn tímann dirfst að skrifa um frjálsa Palestínu. Þannig hefur fjöldinn allur af rithöfundum, blaðamönnum, skáldum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum verið slátrað, oft á tíðum með fjölskyldumeðlimum sínum. Ef þetta er ekki þjóðarmorð, að drepa fjöldann allan af saklausu fólki ásamt því að koma yfir milljónum manns á vergang og sigta út menningararfleið þeirra, hvað er þetta þá? Mannúðarsamtök, samtök blaðamanna, hjálparsamtök ásamt aragrúa af öðrum samtökum og einstaklingum hafa fordæmt þessa aðför Ísraelsríkis að heilli þjóð, en fyrir utan Suður-Afríku þá á ég enn eftir að sjá nokkra þjóð virkilega standa í hárinu á Ísrael. Við vitum jú að ríkisstjórnir eins og okkar eru of ragar til að segja eitt orð sem gæti komið þeim í óvild Bandaríkjastjórnar, sem hefur fjármagnað þetta stríð og virðist setja þrýsting á aðrar þjóðir að sitja á hliðarlínunni. En hvað getur einstaklingurinn gert? Svo margir fórna höndum og segja að við getum ekkert gert. En það er einfaldlega ekki rétt. Rapyd er stærsta fjártæknifyrirtæki Ísraels. Rapyd var tiltölulega lítið fyrirtæki áður en þeir fengu fúlgur fjár frá alþjóðlegum vogunarsjóðum til að kaupa Korta og svo Valitor hér á landi. Rapyd var byggt á íslenskum grunni, eins þeir vilja svo oft minna á, og á mikla hagsmuni hér.Rapyd græðir tugi milljarða á ári fyrir það eitt að þú, neytandinn, rennir korti þínu í posa verslanna þar sem Rapyd hefur samning við viðkomandi verslun. Rapyd styður þessar aðfarir Ísrael að Palestínska fólkinu, og það með stolti, sama hversu mikið hinn íslenski forstjóri Rapyd Europe vill meina að þau geri það ekki. En hvað getum við gert ef ríkisstjórnin einfaldlega hlustar ekki? Við getum valið með peningum okkar að styðja ekki Rapyd. Við getum valið að velja eitthvað annað. Höfundur er áhugamanneskja um mannréttindi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar