Opinber umræða í knattspyrnuhreyfingunni Haukur Hinriksson skrifar 7. mars 2024 13:01 Í sífellt meira mæli ratar umfjöllun um einangruð málefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar í opinbera umræðu. Ég er þeirrar skoðunar að aukin og opin umræða um knattspyrnu og málefni hennar sé jákvæð og heldur vinsældum greinarinnar á lofti. Ég vil því leggja mitt af mörkum og varpa ljósi á ýmis mál og greina frá sjónarmiðum sem virðast ekki hafa heyrst. Málskot til aga- og úrskurðarnefndar – Atvik í knattspyrnuleikjum Þegar framkvæmdastjóri KSÍ (nú málskotsnefnd) hefur vísað málum vegna einstakra agabrota í knattspyrnuleikjum til aga- og úrskurðarnefndar, þá er um að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að aga- og úrskurðarnefnd úrskurði um þau atriði, sem fram koma í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanna KSÍ. Algjör forsenda þess að nefndin geti tekið fyrir slík atvik er að fyrir liggi að meint agabrot hafi farið framhjá dómarateymi leiksins. Sömuleiðis er það forsenda hjá aga- og úrskurðarnefnd að um sé að ræða alvarlegt agabrot, líkt og viðeigandi reglugerð gerir áskilnað um. Í slíkum málum er allur gangur á því hvernig meint brot hafa borist til vitundar framkvæmdastjóra KSÍ. Það getur verið nokkrum dögum eftir að leikur á sér stað að myndbrot af atviki kemur til vitundar skrifstofu eða framkvæmdastjóra. Í kjölfarið tekur við vinna við öflun staðfestinga frá dómarateymi, öflun álita fagfólks á meintu broti og loks gagnavinna vegna málskots til aga- og úrskurðarnefndar. Nú hafa mál sem þessi verið færð í hendur fagnefndar sem ber heitið Málskotsnefnd og sitja þar þrír einstaklingar, þar af einn reyndur fyrrverandi knattspyrnudómari og einn löglærður. Er nefndinni ætlað framvegis að taka ákvörðun um hvort meint agabrot, sem farið hefur framhjá dómarateymi leiks, verði vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Sjá nánar um málefni aga- og úrskurðarnefndar hér. Er atvinnumennska hér á landi? Gjarnan kemur upp umræða um stöðu leikmanna hér á landi. Halda félög úti atvinnumennsku? Eru leikmenn hér á landi atvinnumenn í íþróttinni? Hvað er atvinnumennska? Ef huglægt mat okkar ræður för þá fáum við mörg misjöfn svör. Almennt virðist okkar huglæga mat vera að hér á landi sé ekki atvinnumennska, en á hverju byggir það? Er það aðstaða félaga? Er það vegna þess að leikmenn sinna oft annarri vinnu samhliða knattspyrnuiðkun? Er það takmarkað endurgjald sem leikmenn fá greitt fyrir að æfa og leika knattspyrnu? Alþjóðleg skilgreining í FIFA reglugerð á atvinnuleikmanni (professional player) er eftirfarandi: „A professional is a player who has a written contract with a club and is paid more for his footballing activity than the expenses he effectively incurs. All other players are considered to be amateurs.“ Þarna má sjá að leikmaður telst vera atvinnuleikmaður fái hann/hún greitt umfram þann kostnað sem leikmaður þarf sjálfur að leggja út fyrir sinni knattspyrnuiðkun. Hærri er þröskuldurinn ekki. Ég tel því óhætt að segja að hér á landi sé atvinnumennska samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu burtséð frá mínu huglæga mati. Mál Morten Beck og FH Umræða um ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ frá árinu 2023 um að fella niður félagaskiptabann FH var nokkuð á reiki. Það tel ég vera eðlilegt þar sem ekki liggja fyrir opinberlega allar upplýsingar um málið enda þær aðeins að finna í málsgögnum. Málið fjallar um ágreining vegna túlkunar á staðalsamningi KSÍ, þ.e. hvort átt hafi að túlka hann sem verktakasamning eða launþegasamning. Samkvæmt úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar frá árinu 2022 mat nefndin svo að túlka beri umræddan samning sem launþegasamning og var knattspyrnudeild FH sem vinnuveitanda gert að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda vegna hans. Þar sem ekki hafði verið gengið frá greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda gagnvart opinberum aðilum í samræmi við fyrrnefndan úrskurð, þá var kæru beint til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og farið þess á leit að viðkomandi félag yrði beitt viðurlögum. Fór svo að knattspyrnulið FH í mfl. karla var úrskurðað í félagaskiptabann og gert að greiða sekt þar að auki. Sú niðurstaða var staðfest síðar af hálfu áfrýjunardómstóls KSÍ. Heimild er til þess í agareglugerð FIFA (sem er agareglugerð KSÍ til fyllingar), að aflétta félagaskiptabanni sem lagt hefur verið á ef viðkomandi félag sýnir fram á að skuldbindingar samkvæmt úrskurði hafi verið gerðar upp. Á þeim grundvelli lagði FH fram, þann 15. júlí 2023, skriflega beiðni til áfrýjunardómstóls KSÍ um að aflétta yfirvofandi félagaskiptabanni. Þeirri beiðni var hafnað af hálfu áfrýjunardómstóls. Tíu dögum síðar eða þann 25. júlí barst öðru sinni skrifleg beiðni til áfrýjunardómstóls um að aflétta félagaskiptabanni FH. Að mati dómstólsins fylgdu þeirri beiðni fullnægjandi gögn sem staðfestu uppgjör gagnvart opinberum aðilum til greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Þar með mat dómstóllinn svo að félagið hafi gert upp sínar skuldbindingar að fullu samkvæmt úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ og varð dómstóllinn við beiðni frá knattspyrnudeild FH um að aflétta félagaskiptabanni karlaliðsins. Byggir sú ákvörðun, eins og fyrr segir, á heimild í agareglugerð FIFA. Nú sætir ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ endurskoðun hjá Alþjóða Íþróttadómstólnum CAS en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Mál rekin fyrir dómstigum KSÍ – Launþegi/Verktaki Í máli Fram gegn Dino Gavric frá 2019 og í máli Nicolaj Beier Kohlert gegn Val frá 2020 reyndi á það fyrir samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hvort líta bæri á leikmann sem launþega eða verktaka. Í báðum tilvikum höfðu leikmenn litið á sig sem launþega er þeir hófu störf fyrir viðkomandi félag og var um það enginn ágreiningur. Snerist ágreiningur aðila um breytt greiðslufyrirkomulag sem síðar varð gagnvart leikmönnum, samkvæmt endurnýjuðum leikmannssamningi annars vegar og samkvæmt starfslokasamningi hins vegar. Samninga- og félagaskiptanefnd leit svo á í báðum framangreindum málum að hvers kyns óskýrleiki í samningi aðila skyldi skýrður leikmanni í hag. Hafi það verið ætlun félags að miða við annað greiðslufyrirkomulag en launagreiðslur var það mat nefndarinnar að það standi viðkomandi félagi nær, þar sem það útbjó samninginn, að sýna fram á að ætlun beggja aðila hafi verið að breyta greiðslufyrirkomulagi félagsins gagnvart leikmanni. Ekkert í gögnum beggja mála hafi gefið til kynna að samið hafi verið um það á milli félags og leikmanns að verktakasamband hafi átt að vera þeirra á milli. Ef svo væri, hefði þurft að taka það mjög skýrt fram ef skilgreina ætti greiðslu samkvæmt samningi sem verktakagreiðslu sem leikmanni bæri að greiða skatt og launatengd gjöld af. Í báðum málum var það mat nefndarinnar að leikmaðurinn hafi mátt treysta því að félagið stæði skil á staðgreiðslu skatta og launatengdra gjalda af launum þeirra. Af niðurstöðu þessara mála má ráða að ætli félag og leikmaður að gera sín á milli samning um verktöku svo viðurkennt sé af hálfu samninga- og félagaskiptanefndar, þá þurfi raunveruleg framkvæmd samningssambandsins að bera þess merki og orðalag í viðkomandi samningi að vera skýrt og afdráttarlaust. Það þurfi þó ekki endilega að þýða að opinberir úrlausnaraðilar myndu túlka samninginn á sama veg. Þó er að finna vísbendingar þess efnis að þó eðli vinnu kunni að bera merki um launþegasamband þá megi túlka réttarsamband sem verktöku ef samningur er ótvíræður og framkvæmd vinnusambands er háttað á þann veg yfir lengri tíma. Sjá niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 58/2002 og niðurstöðu Héraðsdóms í máli nr. E-2495/2023. Rétt er að greina frá því að nú stendur yfir endurskoðun á staðalsamningsformi KSÍ þar sem m.a. er stefnt að því að samningar verði mjög skýrir um greiðslufyrirkomulag. Hér má nálgast skýrslur nefnda þar sem má sjá yfirlit yfir önnur mál rekin hafa verið fyrir samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ. Að lokum Í íþróttum sem og annars staðar tel ég að fara verði varlega þegar viðhafðar eru staðhæfingar um staðreyndir opinberlega. Rangar staðhæfingar geti jú auðveldlega leitt umræðu á ranga braut. Það er von mín að geta reglulega veitt innsýn í einangruð og flóknari mál sem ratað hafa í opinbera umfjöllun, íþróttinni til heilla. Höfundur er lögfræðingur hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í sífellt meira mæli ratar umfjöllun um einangruð málefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar í opinbera umræðu. Ég er þeirrar skoðunar að aukin og opin umræða um knattspyrnu og málefni hennar sé jákvæð og heldur vinsældum greinarinnar á lofti. Ég vil því leggja mitt af mörkum og varpa ljósi á ýmis mál og greina frá sjónarmiðum sem virðast ekki hafa heyrst. Málskot til aga- og úrskurðarnefndar – Atvik í knattspyrnuleikjum Þegar framkvæmdastjóri KSÍ (nú málskotsnefnd) hefur vísað málum vegna einstakra agabrota í knattspyrnuleikjum til aga- og úrskurðarnefndar, þá er um að ræða undanþágu frá þeirri meginreglu að aga- og úrskurðarnefnd úrskurði um þau atriði, sem fram koma í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanna KSÍ. Algjör forsenda þess að nefndin geti tekið fyrir slík atvik er að fyrir liggi að meint agabrot hafi farið framhjá dómarateymi leiksins. Sömuleiðis er það forsenda hjá aga- og úrskurðarnefnd að um sé að ræða alvarlegt agabrot, líkt og viðeigandi reglugerð gerir áskilnað um. Í slíkum málum er allur gangur á því hvernig meint brot hafa borist til vitundar framkvæmdastjóra KSÍ. Það getur verið nokkrum dögum eftir að leikur á sér stað að myndbrot af atviki kemur til vitundar skrifstofu eða framkvæmdastjóra. Í kjölfarið tekur við vinna við öflun staðfestinga frá dómarateymi, öflun álita fagfólks á meintu broti og loks gagnavinna vegna málskots til aga- og úrskurðarnefndar. Nú hafa mál sem þessi verið færð í hendur fagnefndar sem ber heitið Málskotsnefnd og sitja þar þrír einstaklingar, þar af einn reyndur fyrrverandi knattspyrnudómari og einn löglærður. Er nefndinni ætlað framvegis að taka ákvörðun um hvort meint agabrot, sem farið hefur framhjá dómarateymi leiks, verði vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Sjá nánar um málefni aga- og úrskurðarnefndar hér. Er atvinnumennska hér á landi? Gjarnan kemur upp umræða um stöðu leikmanna hér á landi. Halda félög úti atvinnumennsku? Eru leikmenn hér á landi atvinnumenn í íþróttinni? Hvað er atvinnumennska? Ef huglægt mat okkar ræður för þá fáum við mörg misjöfn svör. Almennt virðist okkar huglæga mat vera að hér á landi sé ekki atvinnumennska, en á hverju byggir það? Er það aðstaða félaga? Er það vegna þess að leikmenn sinna oft annarri vinnu samhliða knattspyrnuiðkun? Er það takmarkað endurgjald sem leikmenn fá greitt fyrir að æfa og leika knattspyrnu? Alþjóðleg skilgreining í FIFA reglugerð á atvinnuleikmanni (professional player) er eftirfarandi: „A professional is a player who has a written contract with a club and is paid more for his footballing activity than the expenses he effectively incurs. All other players are considered to be amateurs.“ Þarna má sjá að leikmaður telst vera atvinnuleikmaður fái hann/hún greitt umfram þann kostnað sem leikmaður þarf sjálfur að leggja út fyrir sinni knattspyrnuiðkun. Hærri er þröskuldurinn ekki. Ég tel því óhætt að segja að hér á landi sé atvinnumennska samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu burtséð frá mínu huglæga mati. Mál Morten Beck og FH Umræða um ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ frá árinu 2023 um að fella niður félagaskiptabann FH var nokkuð á reiki. Það tel ég vera eðlilegt þar sem ekki liggja fyrir opinberlega allar upplýsingar um málið enda þær aðeins að finna í málsgögnum. Málið fjallar um ágreining vegna túlkunar á staðalsamningi KSÍ, þ.e. hvort átt hafi að túlka hann sem verktakasamning eða launþegasamning. Samkvæmt úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar frá árinu 2022 mat nefndin svo að túlka beri umræddan samning sem launþegasamning og var knattspyrnudeild FH sem vinnuveitanda gert að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda vegna hans. Þar sem ekki hafði verið gengið frá greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda gagnvart opinberum aðilum í samræmi við fyrrnefndan úrskurð, þá var kæru beint til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og farið þess á leit að viðkomandi félag yrði beitt viðurlögum. Fór svo að knattspyrnulið FH í mfl. karla var úrskurðað í félagaskiptabann og gert að greiða sekt þar að auki. Sú niðurstaða var staðfest síðar af hálfu áfrýjunardómstóls KSÍ. Heimild er til þess í agareglugerð FIFA (sem er agareglugerð KSÍ til fyllingar), að aflétta félagaskiptabanni sem lagt hefur verið á ef viðkomandi félag sýnir fram á að skuldbindingar samkvæmt úrskurði hafi verið gerðar upp. Á þeim grundvelli lagði FH fram, þann 15. júlí 2023, skriflega beiðni til áfrýjunardómstóls KSÍ um að aflétta yfirvofandi félagaskiptabanni. Þeirri beiðni var hafnað af hálfu áfrýjunardómstóls. Tíu dögum síðar eða þann 25. júlí barst öðru sinni skrifleg beiðni til áfrýjunardómstóls um að aflétta félagaskiptabanni FH. Að mati dómstólsins fylgdu þeirri beiðni fullnægjandi gögn sem staðfestu uppgjör gagnvart opinberum aðilum til greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Þar með mat dómstóllinn svo að félagið hafi gert upp sínar skuldbindingar að fullu samkvæmt úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ og varð dómstóllinn við beiðni frá knattspyrnudeild FH um að aflétta félagaskiptabanni karlaliðsins. Byggir sú ákvörðun, eins og fyrr segir, á heimild í agareglugerð FIFA. Nú sætir ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ endurskoðun hjá Alþjóða Íþróttadómstólnum CAS en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Mál rekin fyrir dómstigum KSÍ – Launþegi/Verktaki Í máli Fram gegn Dino Gavric frá 2019 og í máli Nicolaj Beier Kohlert gegn Val frá 2020 reyndi á það fyrir samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hvort líta bæri á leikmann sem launþega eða verktaka. Í báðum tilvikum höfðu leikmenn litið á sig sem launþega er þeir hófu störf fyrir viðkomandi félag og var um það enginn ágreiningur. Snerist ágreiningur aðila um breytt greiðslufyrirkomulag sem síðar varð gagnvart leikmönnum, samkvæmt endurnýjuðum leikmannssamningi annars vegar og samkvæmt starfslokasamningi hins vegar. Samninga- og félagaskiptanefnd leit svo á í báðum framangreindum málum að hvers kyns óskýrleiki í samningi aðila skyldi skýrður leikmanni í hag. Hafi það verið ætlun félags að miða við annað greiðslufyrirkomulag en launagreiðslur var það mat nefndarinnar að það standi viðkomandi félagi nær, þar sem það útbjó samninginn, að sýna fram á að ætlun beggja aðila hafi verið að breyta greiðslufyrirkomulagi félagsins gagnvart leikmanni. Ekkert í gögnum beggja mála hafi gefið til kynna að samið hafi verið um það á milli félags og leikmanns að verktakasamband hafi átt að vera þeirra á milli. Ef svo væri, hefði þurft að taka það mjög skýrt fram ef skilgreina ætti greiðslu samkvæmt samningi sem verktakagreiðslu sem leikmanni bæri að greiða skatt og launatengd gjöld af. Í báðum málum var það mat nefndarinnar að leikmaðurinn hafi mátt treysta því að félagið stæði skil á staðgreiðslu skatta og launatengdra gjalda af launum þeirra. Af niðurstöðu þessara mála má ráða að ætli félag og leikmaður að gera sín á milli samning um verktöku svo viðurkennt sé af hálfu samninga- og félagaskiptanefndar, þá þurfi raunveruleg framkvæmd samningssambandsins að bera þess merki og orðalag í viðkomandi samningi að vera skýrt og afdráttarlaust. Það þurfi þó ekki endilega að þýða að opinberir úrlausnaraðilar myndu túlka samninginn á sama veg. Þó er að finna vísbendingar þess efnis að þó eðli vinnu kunni að bera merki um launþegasamband þá megi túlka réttarsamband sem verktöku ef samningur er ótvíræður og framkvæmd vinnusambands er háttað á þann veg yfir lengri tíma. Sjá niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 58/2002 og niðurstöðu Héraðsdóms í máli nr. E-2495/2023. Rétt er að greina frá því að nú stendur yfir endurskoðun á staðalsamningsformi KSÍ þar sem m.a. er stefnt að því að samningar verði mjög skýrir um greiðslufyrirkomulag. Hér má nálgast skýrslur nefnda þar sem má sjá yfirlit yfir önnur mál rekin hafa verið fyrir samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ. Að lokum Í íþróttum sem og annars staðar tel ég að fara verði varlega þegar viðhafðar eru staðhæfingar um staðreyndir opinberlega. Rangar staðhæfingar geti jú auðveldlega leitt umræðu á ranga braut. Það er von mín að geta reglulega veitt innsýn í einangruð og flóknari mál sem ratað hafa í opinbera umfjöllun, íþróttinni til heilla. Höfundur er lögfræðingur hjá Knattspyrnusambandi Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun