Gefum íslenskunni séns! Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn. En svo ég snúi mér að efni greinarinnar þá vildi ég með henni vekja máls á ábyrgð samfélagsins við að hjálpa til við aðlögun innflytjenda inn í samfélagið. Við höfum verið svo lánsöm að fá hingað til landsins harðduglegt fólk sem finna má um allt land og í öllum byggðakjörnum. Fólk sem er tilbúið að leggja okkur lið við að viðhalda góðu samfélagi og hagkerfinu til framtíðar kynslóða. Það er staðreynd að stór hluti eða 87% innflytjenda eru á vinnumarkaði hér á landi og það er vel. Vestfirskt verkefni Háskólasetrið á Vestfjörðum hýsir verkefnið „Gefum íslensku séns“ sem er stofnað m.a. af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og með Ólaf Guðstein Kristjánsson í fararbroddi. Síðan verkefnið var stofnað hafa sveitarfélög og fleiri aðilar komið að verkefninu. Haldin hafa verið námskeið og málþing sem vakið hafa athygli og nú er verkefnið að færast yfir á fleiri svæði. Þetta verkefni sprettur upp af átaki sem sett var á laggirnar á Ísafirði. Markmiðið er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þeir sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Þátttakendur eru íbúar á svæðinu, hvort sem þeir eru íslenskir að uppruna eða innflytjendur á svæðinu. Hér taka allir þátt og tala saman. Íslenskan merkasti menningararfurinn Þegar við tökum á móti ferðamönnum leggjum við áherslu að sýna menningararf okkar og áhugaverða staði um land allt, söguna og náttúruna. Merkasti menningararfurinn er þó tungumálið okkar og við þurfum að lyfta því upp. Það hefur þróast líkt og náttúran í okkar fallega landi en fyrir okkur er tungumálið festan í þjóðinni og samnefnari. Því verðum við að vera opin fyrir því hvernig við getum opnað og boðið þeim sem flytja eða dvelja hér um lengri eða skemmri tíma til þess að starfa og lifa í okkar samfélagi. Það er á okkar ábyrgð að tala og þjálfa íslenskuna og skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku í samskiptum við innflytjendur. Mikilvægt er að leyfa þeim sem það vilja að byggja undir sína kunnáttu. Þá verðum við að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir því að okkar ylhýra er ekki auðlærð og setjast ekki í dómarasætið heldur sýna þolinmæði og vera fyrirmyndir. Gefum íslenskunni séns! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn. En svo ég snúi mér að efni greinarinnar þá vildi ég með henni vekja máls á ábyrgð samfélagsins við að hjálpa til við aðlögun innflytjenda inn í samfélagið. Við höfum verið svo lánsöm að fá hingað til landsins harðduglegt fólk sem finna má um allt land og í öllum byggðakjörnum. Fólk sem er tilbúið að leggja okkur lið við að viðhalda góðu samfélagi og hagkerfinu til framtíðar kynslóða. Það er staðreynd að stór hluti eða 87% innflytjenda eru á vinnumarkaði hér á landi og það er vel. Vestfirskt verkefni Háskólasetrið á Vestfjörðum hýsir verkefnið „Gefum íslensku séns“ sem er stofnað m.a. af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og með Ólaf Guðstein Kristjánsson í fararbroddi. Síðan verkefnið var stofnað hafa sveitarfélög og fleiri aðilar komið að verkefninu. Haldin hafa verið námskeið og málþing sem vakið hafa athygli og nú er verkefnið að færast yfir á fleiri svæði. Þetta verkefni sprettur upp af átaki sem sett var á laggirnar á Ísafirði. Markmiðið er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þeir sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Þátttakendur eru íbúar á svæðinu, hvort sem þeir eru íslenskir að uppruna eða innflytjendur á svæðinu. Hér taka allir þátt og tala saman. Íslenskan merkasti menningararfurinn Þegar við tökum á móti ferðamönnum leggjum við áherslu að sýna menningararf okkar og áhugaverða staði um land allt, söguna og náttúruna. Merkasti menningararfurinn er þó tungumálið okkar og við þurfum að lyfta því upp. Það hefur þróast líkt og náttúran í okkar fallega landi en fyrir okkur er tungumálið festan í þjóðinni og samnefnari. Því verðum við að vera opin fyrir því hvernig við getum opnað og boðið þeim sem flytja eða dvelja hér um lengri eða skemmri tíma til þess að starfa og lifa í okkar samfélagi. Það er á okkar ábyrgð að tala og þjálfa íslenskuna og skipta ekki sjálfkrafa yfir í ensku í samskiptum við innflytjendur. Mikilvægt er að leyfa þeim sem það vilja að byggja undir sína kunnáttu. Þá verðum við að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir því að okkar ylhýra er ekki auðlærð og setjast ekki í dómarasætið heldur sýna þolinmæði og vera fyrirmyndir. Gefum íslenskunni séns! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun