Palestínskar konur í broddi fylkingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2024 11:45 Frá kvennaverkfallinu í október síðastliðnum, þar sem safnast var saman á Arnarhóli. Vísir/vilhelm Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara. Gangan hefst á Arnarhóli, þar sem byrjað verður að safnast saman klukkan tuttugu mínútur í fimm og svo gengið af stað klukkan fimm. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Salka, er einn skipuleggjenda. „Okkur finnst Arnarhóll táknrænn staður fyrir baráttu kvenna, allavega hérna á Íslandi. Og göngum svo saman í Kolaportið þar sem verður haldinn baráttufundur sem að þessu sinni er hugsaður fyrir Palestínu og verið að fókusera á palestínskar konur og verið að sýna samstöðu með palestínskri femínískri baráttu,“ segir Salka. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Á fundinum í Kolaportinu verður boðið upp á ræður og tónlistaratriði; DJ flugvél og geimskip flytur frumsamið lag um Palestínu, lesin verða ljóð á arabísku og íslensku og flóttakonur frá Palestínu sem hafast við í neyðarskýli Rauða krossins ávarpa fundinn. Þá flytja ræður Amal Tamimi, fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi, og Enas Dajani, palestínskur háskólanemi og baráttukona. „Svo verðum við með skemmtilegt palestínskt kaffihús. Þar eru palestínskar konur búnar að búa til palestínskt bakkelsi og veitingar og verða með te í anda Palestínu,“ segir Salka. „Við erum að einbeita okkur að því að lyfta upp röddum kvenna bæði frá Palestínu og kvenna af erlendum uppruna, það er sérstaklega mikilvægt núna.“ Salka vonast eftir góðri mætingu. Yfir þúsund manns hafa meldað sig í gönguna á Facebook. „Þessi dagur er auðvitað dagur okkar baráttu og við eigum að láta í okkur heyra á þessum degi. En auðvitað eru öll velkomin. Þó að þessi ganga sé hugsuð þannig að konur og kvár komi og gangi saman þá er allt stuðningsfólk velkomið í þessa baráttu.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Gangan hefst á Arnarhóli, þar sem byrjað verður að safnast saman klukkan tuttugu mínútur í fimm og svo gengið af stað klukkan fimm. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Salka, er einn skipuleggjenda. „Okkur finnst Arnarhóll táknrænn staður fyrir baráttu kvenna, allavega hérna á Íslandi. Og göngum svo saman í Kolaportið þar sem verður haldinn baráttufundur sem að þessu sinni er hugsaður fyrir Palestínu og verið að fókusera á palestínskar konur og verið að sýna samstöðu með palestínskri femínískri baráttu,“ segir Salka. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Á fundinum í Kolaportinu verður boðið upp á ræður og tónlistaratriði; DJ flugvél og geimskip flytur frumsamið lag um Palestínu, lesin verða ljóð á arabísku og íslensku og flóttakonur frá Palestínu sem hafast við í neyðarskýli Rauða krossins ávarpa fundinn. Þá flytja ræður Amal Tamimi, fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi, og Enas Dajani, palestínskur háskólanemi og baráttukona. „Svo verðum við með skemmtilegt palestínskt kaffihús. Þar eru palestínskar konur búnar að búa til palestínskt bakkelsi og veitingar og verða með te í anda Palestínu,“ segir Salka. „Við erum að einbeita okkur að því að lyfta upp röddum kvenna bæði frá Palestínu og kvenna af erlendum uppruna, það er sérstaklega mikilvægt núna.“ Salka vonast eftir góðri mætingu. Yfir þúsund manns hafa meldað sig í gönguna á Facebook. „Þessi dagur er auðvitað dagur okkar baráttu og við eigum að láta í okkur heyra á þessum degi. En auðvitað eru öll velkomin. Þó að þessi ganga sé hugsuð þannig að konur og kvár komi og gangi saman þá er allt stuðningsfólk velkomið í þessa baráttu.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01
Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17