Peningar ekki vandamál í næsta verkefni Björns Zoëga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 08:08 Björn Zoëga er á leiðinni til Sádi-Arabíu. Karolinska Björn Zoëga verður framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu í apríl. Hann lætur senn af störfum sem forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði. Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Björn segist hafa fengið fjölmörg atvinnutilboð undanfarin tvö ár en þetta starfstilboð hafi komið á borðið þegar fréttist að senn liði tími hans í starfi forstjóra Karolinska. Hann tók við sem forstjóri spítalans í janúar 2019. Um fimmtán þúsund manns starfa á spítalanum sem hefur legurými fyrir 2400 manns. Ólíkt því sem þekkist hér á Íslandi er fjármögnun spítalans ekki vandamál að sögn Björns sem ætlar að einblína á að bæta þjónustu og fara betur með fjármagnið. Spítalinn er staðsettur í höfuðborginni Riyadh. Björn er stjórnarformaður Landspítalans. Björn segir í viðtali við Dagens Nyheter í Svíþjóð að Sádi-Arabía sé að verða opnara samfélag og markmiðið sé að gera sjúkrahúsið að því besta við Persaflóa. Einræði ríkir í landinu þar sem Al Saud konungsfjölskyldan ræður og ríkir. Refsingar eru harðar, aftökur tíðar og tjáningarfrelsi fótum troðið. „Það á að huga að mannréttindum. En þarfir sjúklinga eru þær sömu. Þannig að ég held ég geti lagt mitt af mörkum og gert eitthvað gott fyrir kerfið,“ segir Björn. Fram kemur í umfjöllun DN að Björn hefur reynslu af vinnu í Mið-Austurlöndum. Áður en hann tók við starfi forstjóra Karolinska lenti hann í fjölmiðlastormi eftir umfjöllun sænska útvarpsins Kaliber sem leiddi í ljós að sænskt heilbrigðisfyrirtæki rak kvennasjúkrahús í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Kom í ljós að komið var fram við óléttar ógiftar konur eins og glæpamenn. Björn tengdist fyrirtækinu sem stjórnarmaður félagsins sem rak sjúkrahúsið. Hann sagðist í fyrstu ekkert kannast við slíkar lýsingar á meðferð á ógiftum óléttum konum. Hann leiðrétti það síðar og bar við að um misskilning hefði verið að ræða. Björn hefur hlotið lof fyrir fjárhagslegan viðsnúning í rekstri Karolinska. Mikið tap varð þó á rekstri spítalans í fyrra. Hann fær jafnvirði 3,9 milljónir íslenskra króna í laun sem gerir hann launahærri en forsætisráðherra Svía. Enginn kostnaður felst í starfsflokum hans þar sem hann hætti störfum að eigin frumkvæði.
Svíþjóð Sádi-Arabía Heilbrigðismál Vistaskipti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16 Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52 Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00 Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Björn ekki á leið í forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019. 23. janúar 2024 07:16
Björn lætur af störfum hjá Karolinska Björn Zoëga hefur ákveðið að láta af stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. 22. janúar 2024 12:52
Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. 12. júlí 2023 22:00
Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 2. mars 2023 15:05