Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 17:57 Páfinn við bænakall í morgun. EPA Ummæli sem Frans páfi lét falla í viðtali um að Úkraínumenn ættu að hafa kjarkinn til þess að stilla til friðar og binda enda á stríðið gegn Rússlandi hafa vakið hörð viðbrögð. Stjórnmálamenn frá bæði Úkraínu og Evrópu hafa fordæmt ummælin. Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira