Mikill viðbúnaður var á alþjóðaflugvellinum í Auckland þegar vélin lenti. Einn er sagður alvarlega slasaður.
Einn farþega lýsti upplifuninni þannig að flugvélin, sem er af gerðinni Boeing 787-9 Dreamliner, hefði „fallið“ eftir um tveggja klukkustunda flug og að farþegar hefðu kastast úr sætum sínum.
Sumir hefðu kastast á loft vélarinnar.
Brian Jokat sagði í samtali við staðarmiðilinn Stuff að fyrstu viðbrögð fólks hefðu verið að öskra en svo hefði vélin hrapað með nefið niður og hann talið víst að öllu væri lokið.
Annar sagði í samtali við Radio New Zealand að fjöldi hefði slasast en margir hefðu ekki verið með sætisbeltin spennt þegar atvikið átti sér stað.
Lantam sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að atvikið mætti rekja til „tæknilegra örðugleika“.
Vélin var sem fyrr segir á leið frá Sydney til Auckland þegar atviki átti sér stað. Stoppið í Auckland var þó aðeins millilending þar sem endastöðin var Santiago í Chile. Það fylgir ekki sögunni hvort haldið var áfram.