Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 16:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi. AP/Mike Stewart Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. Forsetinn fyrrverandi hefur ítrekað sagt að hann sé mótfallinn TikTok og hafa aðrir ráðamenn vestanhafs lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Þeirra á meðal er Joe Biden, núverandi forseti. Biden hefur sagst tilbúinn til að skrifa undir frumvarp um aðgerðir gegn TikTok en um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota samfélagsmiðilinn. Kínverska fyrirtækið Bytedance á TikTok. Til stendur að greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um slíkt frumvarp í þessari viku. Frumvarpið myndi þvinga yfirvöld í Kína til að selja hlut sinn í fyrirtækinu, eigi samfélagsmiðillinn að vera aðgengilegt í Bandaríkjunum. Tveir þriðju þingamanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu til að samþykkja það. Erfitt er að segja til um hvernig fer en samkvæmt frétt Reuters er framtíð þess í öldungadeildinni einnig óljós. Þar hafa þingmenn sagst vilja breytingar á frumvarpinu. Trump lýsti því skyndilega yfir síðasta fimmtudag að hann væri mótfallinn því að grípa til aðgerða gegn TikTok. Sagði hann það vera vegna þess að Meta, sem rekur Facebook, Instagram og aðra miðla, myndi hagnast á því. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, kallaði Trump Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, Zuckerschmuck, og sakaði hann Facebook um að hafa „svindlað“ í síðustu forsetakosningum. Þá lýsti forsetinn fyrrverandi því yfir að Meta væri „óvinur fólksins“. TikTok vinsælla hjá íhaldsmönnum Tímasetning kúvendingar Trumps vakti nokkra furðu. Hún kom einungis nokkrum dögum eftir að íhaldsami auðjöfurinn Jeff Yass, heimsótti Trump í Flórída. Eftir fund þeirra fór Trump fögrum orðum um auðjöfurinn og hafa fregnir borist af því að Yass ætli mögulega að gefa fé í kosningasjóði Trumps. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Yass á um 33 milljarða dala hlut í TikTok og hefur ítrekað hótað hægri sinnuðum stjórnmálamönnum vestanhafs að styðja þá ekki fjárhagslega, nema þeir séu mótfallnir áðurnefndu frumvarpi um samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Intelligencer hjá NY Magazine. Axios segir skilaboðum frá reiðum Bandaríkjamönnum hafa rignt yfir þingmenn í síðustu viku eftir að forsvarsmenn TikTok héldu því fram við notendur að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að reyna að loka samfélagsmiðlinum. Þá hefur miðillinn orðið vinsælli meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Margir fyrirferðarmiklir aðilar innan hreyfingar Trumps njóta mikilla vinsælda þar og ná til milljóna ungra Bandaríkjamanna í gegnum TikTok. Einn innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum sagði blaðamanni Axios að Repúblikönum vegnaði vel á TikTok og myndefni þeirra næði til margra. Á sama tíma væru færslur frá íhaldsmönnum ritskoðaðar á Facebook. Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Joe Biden Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi hefur ítrekað sagt að hann sé mótfallinn TikTok og hafa aðrir ráðamenn vestanhafs lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Þeirra á meðal er Joe Biden, núverandi forseti. Biden hefur sagst tilbúinn til að skrifa undir frumvarp um aðgerðir gegn TikTok en um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota samfélagsmiðilinn. Kínverska fyrirtækið Bytedance á TikTok. Til stendur að greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um slíkt frumvarp í þessari viku. Frumvarpið myndi þvinga yfirvöld í Kína til að selja hlut sinn í fyrirtækinu, eigi samfélagsmiðillinn að vera aðgengilegt í Bandaríkjunum. Tveir þriðju þingamanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu til að samþykkja það. Erfitt er að segja til um hvernig fer en samkvæmt frétt Reuters er framtíð þess í öldungadeildinni einnig óljós. Þar hafa þingmenn sagst vilja breytingar á frumvarpinu. Trump lýsti því skyndilega yfir síðasta fimmtudag að hann væri mótfallinn því að grípa til aðgerða gegn TikTok. Sagði hann það vera vegna þess að Meta, sem rekur Facebook, Instagram og aðra miðla, myndi hagnast á því. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, kallaði Trump Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, Zuckerschmuck, og sakaði hann Facebook um að hafa „svindlað“ í síðustu forsetakosningum. Þá lýsti forsetinn fyrrverandi því yfir að Meta væri „óvinur fólksins“. TikTok vinsælla hjá íhaldsmönnum Tímasetning kúvendingar Trumps vakti nokkra furðu. Hún kom einungis nokkrum dögum eftir að íhaldsami auðjöfurinn Jeff Yass, heimsótti Trump í Flórída. Eftir fund þeirra fór Trump fögrum orðum um auðjöfurinn og hafa fregnir borist af því að Yass ætli mögulega að gefa fé í kosningasjóði Trumps. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Yass á um 33 milljarða dala hlut í TikTok og hefur ítrekað hótað hægri sinnuðum stjórnmálamönnum vestanhafs að styðja þá ekki fjárhagslega, nema þeir séu mótfallnir áðurnefndu frumvarpi um samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Intelligencer hjá NY Magazine. Axios segir skilaboðum frá reiðum Bandaríkjamönnum hafa rignt yfir þingmenn í síðustu viku eftir að forsvarsmenn TikTok héldu því fram við notendur að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að reyna að loka samfélagsmiðlinum. Þá hefur miðillinn orðið vinsælli meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Margir fyrirferðarmiklir aðilar innan hreyfingar Trumps njóta mikilla vinsælda þar og ná til milljóna ungra Bandaríkjamanna í gegnum TikTok. Einn innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum sagði blaðamanni Axios að Repúblikönum vegnaði vel á TikTok og myndefni þeirra næði til margra. Á sama tíma væru færslur frá íhaldsmönnum ritskoðaðar á Facebook.
Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Joe Biden Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39
Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31
Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41