Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 11:01 Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægt verkefni í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01