SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2024 11:58 Áætlanir þúsunda farþega Icelandair í aðdraganda páska og um páskana gætu raskast ef aðgerðir VR skella á með fullum þunga. Vísir/Vilhelm Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. Samninganefndir verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins áttu tólf klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í gær, þar sem fulltrúar frá Icelandair tóku þátt í viðræðunum eftir hádegi. Aðalverkefnið er að ná kjarasamningi til fjögurra ára fyrir félagsmenn VR og Landsambands verslunarmanna. VR sækir einnig breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 félagsmanna sem vinna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við mikla spennu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við spennu í viðræðum við SA heldur samningsvilja.Stöð 2/Arnar „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni.“ En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór. Það ætti að vera fljótlegt að ganga frá öðrum málum þótt reynslan sýndi, meðal annars í viðræðum annarra sem hafi samið að undanförnu, að ýmis mál geti tekið nokkurn tíma. Formaðurinn telur allar líkur á að röð verkfallsaðgerða verði samþykkt í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.Vísir/Vilhelm „Ég tel allar líkur á því já. Þátttakan hefur verið með afburðum góð. Svona miðað við hvernig þátttakan hefur verið í atkvæðagreiðslunni sjálfri finnst mér það gefa vísbendingar um að verkfallsboðunin verði samþykkt,“ segir formaður VR. Reynslan sýnir að jafnvel verkfallsboðun ein og sér getur valdið flugfélögum töluverðu tjóni sem síðan verður enn meira eftir að aðgerðir hefjast. Boðaðar aðgerðir VR yrðu á miklum annatíma Icelandair. Fyrstu aðgerðirnar hæfust á miðnætti föstudagsins 22. mars og næðu til allrar helgarinnar fyrir páska. Í páskavikunni yrði verkfall daginn fyrir skírdag og á skírdag, á páskadag og á annan og þriðja í páskum. Síðan hæfist fimm daga verkfall frá föstudeginum 5. apríl, helgina eftir páska. Að lokum hæfist ótímabundið verkfall föstudaginn 12. apríl. „Kostnaðurinn við að lagfæra það sem þarf að lagfæra er brotabrot við þann kostnað sem verkföll geta mögulega kostað félagið,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Ef verkföll verða samþykkt og ekkert miðar í samningaviðræðum er ekki útilokað að Samtök atvinnulífsins grípti til verkbanns á að minnsta kosti hluta ef ekki alla starfsmenn VR sem þá yrðu launalausir. Slíkum aðgerðum var eftirminnilega hótað í deilu Eflingar og SA í byrjun síðasta árs. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Verðlag Seðlabankinn Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Samninganefndir verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins áttu tólf klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í gær, þar sem fulltrúar frá Icelandair tóku þátt í viðræðunum eftir hádegi. Aðalverkefnið er að ná kjarasamningi til fjögurra ára fyrir félagsmenn VR og Landsambands verslunarmanna. VR sækir einnig breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 félagsmanna sem vinna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við mikla spennu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannast ekki við spennu í viðræðum við SA heldur samningsvilja.Stöð 2/Arnar „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni.“ En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór. Það ætti að vera fljótlegt að ganga frá öðrum málum þótt reynslan sýndi, meðal annars í viðræðum annarra sem hafi samið að undanförnu, að ýmis mál geti tekið nokkurn tíma. Formaðurinn telur allar líkur á að röð verkfallsaðgerða verði samþykkt í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.Vísir/Vilhelm „Ég tel allar líkur á því já. Þátttakan hefur verið með afburðum góð. Svona miðað við hvernig þátttakan hefur verið í atkvæðagreiðslunni sjálfri finnst mér það gefa vísbendingar um að verkfallsboðunin verði samþykkt,“ segir formaður VR. Reynslan sýnir að jafnvel verkfallsboðun ein og sér getur valdið flugfélögum töluverðu tjóni sem síðan verður enn meira eftir að aðgerðir hefjast. Boðaðar aðgerðir VR yrðu á miklum annatíma Icelandair. Fyrstu aðgerðirnar hæfust á miðnætti föstudagsins 22. mars og næðu til allrar helgarinnar fyrir páska. Í páskavikunni yrði verkfall daginn fyrir skírdag og á skírdag, á páskadag og á annan og þriðja í páskum. Síðan hæfist fimm daga verkfall frá föstudeginum 5. apríl, helgina eftir páska. Að lokum hæfist ótímabundið verkfall föstudaginn 12. apríl. „Kostnaðurinn við að lagfæra það sem þarf að lagfæra er brotabrot við þann kostnað sem verkföll geta mögulega kostað félagið,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Ef verkföll verða samþykkt og ekkert miðar í samningaviðræðum er ekki útilokað að Samtök atvinnulífsins grípti til verkbanns á að minnsta kosti hluta ef ekki alla starfsmenn VR sem þá yrðu launalausir. Slíkum aðgerðum var eftirminnilega hótað í deilu Eflingar og SA í byrjun síðasta árs.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Verðlag Seðlabankinn Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58