Brynja Dan vill aðgerðir gegn rasisma Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 14:31 Brynja Dan segir Ísland einstaklega einsleitt samfélag en það sé sem betur fer að breytast. Hún hefur sent innviðaráðherra fyrirspurn um hvernig fræðslu um hatursorðræðu er háttað í sveitarfélögum og allra ráðherra um fræðslu í sínum ráðuneytum. Brynja Dan Gunnarsdóttir Framsóknarflokki kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins þar sem hún sagði rasisma hafa náð áður óþekktum hæðum. Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal. Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal.
Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira