Gæsahúð merki um gott vín Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2024 23:03 Jónas Árnason erfði vínáhuga föður síns, en einnig smekk hans. Hann getur því gengið að því vísu að nánast allt vín í vínkjallaranum góða sé honum að skapi. Vísir/Steingrímur Dúi Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta. Einbýlishús við Skjólbraut 18 í Vesturbæ Kópavogs var sett á sölu á dögunum. Það var í eigu hjónanna Árna Björns Jónassonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, sem nú eru bæði fallin frá. Árni var mikill vínáhugamaður og safnaði vínum í um þrjátíu ár. Safnið byrjaði smátt en vatt fljótlega upp á sig. Árni byrjaði á því að innrétta herbergi inni í húsinu undir safnið en þegar það hafði sprungið utan af sér dugði ekkert annað en að byggja tæplega sjötíu fermetra vínkjallara með bílskúr ofan á. „Þetta var auðvitað algjörlega sturluð hugmynd, en þetta vildi kallinn,“ segir Jónas Árnason, sonur hjónanna. „Hérna var hann alveg í essinu sínu, og sá aldrei eftir þessari framkvæmd.“ Geymdi tappana og jafnvel miðana Í dag eru í kringum þúsund flöskur í kjallaranum en þær hafa oft verið fleiri. Að sögn Jónasar var vínið enda ekki keypt til að vera til sýnis, heldur til að njóta. „Hér voru margar góðar veislur haldnar af foreldrum mínum. Þá var farið hingað niður og eitthvað gott vín valið til að hafa með.“ Hjónin Árni Björn Jónasson og Guðrún Ragnarsdóttir á góðri stundu.Aðsend Árni ferðaðist mikið og greip oftar en ekki með sér nokkrar flöskur heim af ferðalögum. Sú elsta í kjallaranum er frá árinu 1927 en Jónas segir aldurinn ekki endilega merki um gæði. „Ég var viðstaddur fyrir nokkrum árum þegar hann opnaði vín frá 1929, það var ekki frábært. Svo það er ekki eins og þeir segja að vín verði betra með aldrinum, það eru takmörk.“ Jónas segir ekkert samasem merki á milli þess að vín sé dýr og að þau séu góð. Sjálfur miðar hann við að ef hann fái gæsahúð, þá sé vínið gott. Vísir/Steingrímur Dúi Tapparnir voru geymdir, og í kjallaranum má finna stóra tunnu fulla af töppum og aðra ríflega hálfa. En tapparnir voru ekki það eina sem Árni hélt eftir, heldur hafði hann stundum fyrir því að leysa upp miðana á flöskunum og líma í úrklippubók. „Þar var skrifað niður hvar flaskan var drukkin, með hverjum og hvernig hún bragðaðist. Jafnvel hvaða matur var með og svona. Það var alveg haldin skrá yfir þetta.“ Gæsahúð merki um gott vín Húsið við Skjólbraut er nú selt en að sögn Jónasar hyggjast nýir eigendur ekki nýta vínkjallarann áfram heldur nota rýmið undir annarskonar tómstundir. Vínsafnið skiptist á milli systkinanna sem erfðu vínáhuga föður síns. En hvað er það sem einkennir gott vín að mati Jónasar? „Þumalputtareglan er að þegar ég helli í glasið og lykta af því og fæ gæsahúð á hendina, þá er það merki um gott vín.“ Árni var mikill vínáhugamaður og safnari. Hann hafði einnig óbilandi áhuga á veiðum. Aðsend Matur Áfengi og tóbak Kópavogur Hús og heimili Tengdar fréttir Stærðarinnar vínkjallari undir enn stærra húsi Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 11. mars 2024 20:50 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Einbýlishús við Skjólbraut 18 í Vesturbæ Kópavogs var sett á sölu á dögunum. Það var í eigu hjónanna Árna Björns Jónassonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, sem nú eru bæði fallin frá. Árni var mikill vínáhugamaður og safnaði vínum í um þrjátíu ár. Safnið byrjaði smátt en vatt fljótlega upp á sig. Árni byrjaði á því að innrétta herbergi inni í húsinu undir safnið en þegar það hafði sprungið utan af sér dugði ekkert annað en að byggja tæplega sjötíu fermetra vínkjallara með bílskúr ofan á. „Þetta var auðvitað algjörlega sturluð hugmynd, en þetta vildi kallinn,“ segir Jónas Árnason, sonur hjónanna. „Hérna var hann alveg í essinu sínu, og sá aldrei eftir þessari framkvæmd.“ Geymdi tappana og jafnvel miðana Í dag eru í kringum þúsund flöskur í kjallaranum en þær hafa oft verið fleiri. Að sögn Jónasar var vínið enda ekki keypt til að vera til sýnis, heldur til að njóta. „Hér voru margar góðar veislur haldnar af foreldrum mínum. Þá var farið hingað niður og eitthvað gott vín valið til að hafa með.“ Hjónin Árni Björn Jónasson og Guðrún Ragnarsdóttir á góðri stundu.Aðsend Árni ferðaðist mikið og greip oftar en ekki með sér nokkrar flöskur heim af ferðalögum. Sú elsta í kjallaranum er frá árinu 1927 en Jónas segir aldurinn ekki endilega merki um gæði. „Ég var viðstaddur fyrir nokkrum árum þegar hann opnaði vín frá 1929, það var ekki frábært. Svo það er ekki eins og þeir segja að vín verði betra með aldrinum, það eru takmörk.“ Jónas segir ekkert samasem merki á milli þess að vín sé dýr og að þau séu góð. Sjálfur miðar hann við að ef hann fái gæsahúð, þá sé vínið gott. Vísir/Steingrímur Dúi Tapparnir voru geymdir, og í kjallaranum má finna stóra tunnu fulla af töppum og aðra ríflega hálfa. En tapparnir voru ekki það eina sem Árni hélt eftir, heldur hafði hann stundum fyrir því að leysa upp miðana á flöskunum og líma í úrklippubók. „Þar var skrifað niður hvar flaskan var drukkin, með hverjum og hvernig hún bragðaðist. Jafnvel hvaða matur var með og svona. Það var alveg haldin skrá yfir þetta.“ Gæsahúð merki um gott vín Húsið við Skjólbraut er nú selt en að sögn Jónasar hyggjast nýir eigendur ekki nýta vínkjallarann áfram heldur nota rýmið undir annarskonar tómstundir. Vínsafnið skiptist á milli systkinanna sem erfðu vínáhuga föður síns. En hvað er það sem einkennir gott vín að mati Jónasar? „Þumalputtareglan er að þegar ég helli í glasið og lykta af því og fæ gæsahúð á hendina, þá er það merki um gott vín.“ Árni var mikill vínáhugamaður og safnari. Hann hafði einnig óbilandi áhuga á veiðum. Aðsend
Matur Áfengi og tóbak Kópavogur Hús og heimili Tengdar fréttir Stærðarinnar vínkjallari undir enn stærra húsi Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 11. mars 2024 20:50 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Stærðarinnar vínkjallari undir enn stærra húsi Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 11. mars 2024 20:50