KA-konur mættu suður og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð.
Þær gerðu þær þó þrátt fyrir tap. KA mátti tapa leiknum 3-2 þvi það nægði ekki Aftureldingarliðinu að vinna bara með einni hrinu. Afturelding vann leikinn vissulega 3-2 en þarf að sætta sig silfur eftir gríðarlega harða og jafna keppni í Unbroken deildinni.
Liðin enda jöfn að stigum með tíu sigra og tvö töp. KA er hins vegar með betri árangur í innbyrðis viðureignum.