Fögnum Degi öldrunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2024 11:31 Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun