Þættirnir heita Öll þessi ár og fá fréttahaukarnir til sína gesti til að kryfja stærstu fréttamál síðustu áratuga. Eddu og Pál þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en þau voru bæði daglegir gestir á skjám landsmanna í áratugi.
Stiklu úr þáttunum má horfa á hér fyrir neðan:
Í hverjum þætti er eitt ár tekið fyrir og rifja þau Edda og Páll upp atburði með gestum í stúdíói. Meðal gesta eru Ragga Gísla, Eva María Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Víkingur Heiðar, Alma Möller, Laddi, Ragna Fossberg, Vala Flosadóttir, Magnús Hlynur, Siggi Stomur og fleiri.
Þættirnir hefjast 24. mars og eru þeir samtals sex talsins.