Jákvætt að klára sölu á ISB enda þurfi ríkið á peningunum að halda núna

Það er „jákvætt“ að stjórnvöld stefni að því að ljúka við sölu á eignarhlut sínum í Íslandsbanka, að mati seðlabankastjóra, sem telur erfitt fyrir ríkið að vera minnihlutaeigandi í einkabanka. Fjármálaráðherra áformar að selja eftirstandandi hlut ríkissjóðs, sem er núna yfir 90 milljarðar að markaðsvirði, með almennu markaðssettu útboði sem verður sennilega gert í tveimur skrefum.
Tengdar fréttir

Bankar veita „skjól á tvísýnum tímum“ og verðmat Íslandsbanka hækkar
Viðskiptabankar veita skjól á tvísýnum tímum, segir í hlutabréfagreiningu þar sem verðmat Íslandsbanka hækkar um 18 prósent frá síðasta mati. Verðmatið er 39 prósentum hærra en markaðsgengi.