Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. mars 2024 19:15 Sjöfn Steinsen segir dagana eftir slysið hafa verið afar erfiða. Vísir/Steingrímur Dúi Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“ Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“
Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira