Hvað tökum við með okkur? Magnús Bergmann skrifar 18. mars 2024 08:01 Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar