Ber engan kala til Jürgen Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:00 Jürgen Klopp þakkar fyrir leikinn á Old Trafford skömmu áður en hann fór viðtalið fræga. Getty/Robbie Jay Barratt Danski fjölmiðlamaðurinn Niels Christian Frederiksen mun ekki erfa það við tapsáran knattspyrnustjóra Liverpool að þýski stjórinn rauk út úr miðju viðtali við hann og hraunaði síðan yfir hann. Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira