Heimilisuppbót – áskorun til ráðherra Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:02 ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun