Réttu hlaupafötin fyrir íslenskt „vor“ Boozt 22. mars 2024 08:39 Í hlaupadeild vefverslunarinnar Boozt er ævintýralegt úrval af hlaupafatnaði og skóm og einfalt að galla sig upp fyrir útihlaup í íslensku vori. Með hækkandi sól langar líkamann út að hreyfa sig og einfaldasta hreyfingin er að rífa sig upp úr sófanum og hlaupa beint út um dyrnar. Íslenska vorið er oft ansi vetrarlegt en það þarf ekki að stoppa okkur. Það er hægt að hlaupa úti í öllum veðrum ef fólk klæðir sig rétt. Hvernig er best að klæða sig? Regla númer eitt, ekki of mikið. Okkur hitnar á hlaupunum og því betra að vera dálítið kalt þegar við leggjum af stað heldur en of heitt og þurfa þá að fækka fötum á fyrstu mínútunum. Hlauparar tala gjarnan um að klæða sig fyrir kílómetra númer tvö en ekki þann fyrsta. Þriggja laga reglan Byggja ætti klæðnaðinn upp í lögum og í hlaupunum er betra að lögin séu þunn og mörg en þykk og fá. Þriggja laga reglan er góð þumalputtaregla til að miða við og í hlaupadeild vefverslunarinnar Boozt er ævintýralegt úrval af fatnaði og skóm fyrir konur og karla og einfalt að galla sig upp fyrir hlaupin. Þriggja laga reglan byggir á þunnu innsta lagi sem fellur þétt að líkamanum, til dæmis stutterma- eða langerma bolur, sem dregur í sig raka en heldur vel hita. Hér á bómull alls ekki við. Ullarblöndur og sérhönnuð gerviefni sem þorna hratt eru langbest sem innsta lag. Ofan á innsta lagið kemur miðlag, sem er gjarnan úr sama efni og innsta lagið en aðeins víðara svo það myndi einangrandi lag við líkamann en hleypi raka samt sem áður í gegn. Ysta lagið á síðan að verja okkur fyrir vindi, regni og snjókomu og mögulega þessu öllu í einum og sama hlaupatúrnum, við þekkjum jú íslenskt vor. Gott er að velja þunna og létta jakka, vind og regnhelda, sem sitja ekki of þétt að líkamanum og ná helst aðeins niður á rass. Jakkar með teygju í mittið geta varnað því að kaldur vindur blási upp á bak og nauðsynlegt er að góð öndun sé undir höndum. Hlaupavesti eru líka mjög hentug yfir miðlagið, þau halda hita á miðju líkamans en það loftar um handleggina. Síðar vetrarhlaupabuxur með vindþéttu efni framan á lærum eru góðar þegar kaldur vindur blæs og stuttbuxur yfir þröngar hlaupabuxur veita enn betri vörn í kuldanum. Aukahlutir eins og mittistöskur, hanskar, húfur og eyrnabönd er að finna í úrvali hjá Boozt. Ef við föllum samt í þá gildru að klæða okkur of mikið er fljótlegasta leiðin til að kæla líkamann gegnum hendur og úlnliði. Byrja því á að fara úr vettlingum og toga aðeins upp ermarnar. Er hægt að kaupa réttu hlaupaskóna á netinu? Góðir hlaupaskór skipta miklu máli fyrir sem bestan árangur og til að forðast óþægindi og á Boozt er að finna fjölbreytta hlaupaskó frá ólíkum framleiðendum. Þegar kaupa á hlaupaskó á netinu er pappaprófið svokallaða sniðugt trix til að átta sig á hvernig fæturnir virka út frá líkamsstöðu og hvaða gerð af hlaupaskóm hentar best. Þú þart tvö pappaspjöld og vaskafat með vatni. Leggðu spjöldin á gólfið, bleyttu fyrst annan fótinn og stígðu svo á pappann, lyftu honum svo beint upp og gerðu eins með hinn fótinn. Fótsporin sýna hvar þunginn er mestur, hvort fóturinn hallar inn á við eða út á við um ökklann eða hvort þunginn dreifist jafnt á fótinn, sem auðveldar valið á viðeigandi skóm. Hvernig er best að byrja hlaupaferilinn Þegar búið er að galla sig upp reynist oft áskorun að koma sér í gang. Fyrir byrjendur í hlaupum er sniðugast að byrja að ganga hraustlega í hálftíma, tvisvar til fjórum sinnum í viku þar til við getum farið að hlaupa nokkurra mínútna kafla í einu og labba inn á milli. Þannig byggist upp þol og styrkur og að lokum getum við hlaupið samfleytt allan tímann. Það hafa allir sinn hlaupastíl og engin ein „rétt“ aðferð við að hlaupa, svo lengi sem líkamsstaðan er tiltölulega upprétt, olnbogar nálægt líkamanum og að við lendum ekki með of miklum þunga í hverju skrefi. Ef við gírum okkur í gang núna og byrjum að byggja upp þol og styrk verðum við komin í fínasta hlaupaform þegar fer að vora fyrir alvöru og getum þá notið þess að hlaupa í stuttbuxum í sumar. Hlaup Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Sjá meira
Hvernig er best að klæða sig? Regla númer eitt, ekki of mikið. Okkur hitnar á hlaupunum og því betra að vera dálítið kalt þegar við leggjum af stað heldur en of heitt og þurfa þá að fækka fötum á fyrstu mínútunum. Hlauparar tala gjarnan um að klæða sig fyrir kílómetra númer tvö en ekki þann fyrsta. Þriggja laga reglan Byggja ætti klæðnaðinn upp í lögum og í hlaupunum er betra að lögin séu þunn og mörg en þykk og fá. Þriggja laga reglan er góð þumalputtaregla til að miða við og í hlaupadeild vefverslunarinnar Boozt er ævintýralegt úrval af fatnaði og skóm fyrir konur og karla og einfalt að galla sig upp fyrir hlaupin. Þriggja laga reglan byggir á þunnu innsta lagi sem fellur þétt að líkamanum, til dæmis stutterma- eða langerma bolur, sem dregur í sig raka en heldur vel hita. Hér á bómull alls ekki við. Ullarblöndur og sérhönnuð gerviefni sem þorna hratt eru langbest sem innsta lag. Ofan á innsta lagið kemur miðlag, sem er gjarnan úr sama efni og innsta lagið en aðeins víðara svo það myndi einangrandi lag við líkamann en hleypi raka samt sem áður í gegn. Ysta lagið á síðan að verja okkur fyrir vindi, regni og snjókomu og mögulega þessu öllu í einum og sama hlaupatúrnum, við þekkjum jú íslenskt vor. Gott er að velja þunna og létta jakka, vind og regnhelda, sem sitja ekki of þétt að líkamanum og ná helst aðeins niður á rass. Jakkar með teygju í mittið geta varnað því að kaldur vindur blási upp á bak og nauðsynlegt er að góð öndun sé undir höndum. Hlaupavesti eru líka mjög hentug yfir miðlagið, þau halda hita á miðju líkamans en það loftar um handleggina. Síðar vetrarhlaupabuxur með vindþéttu efni framan á lærum eru góðar þegar kaldur vindur blæs og stuttbuxur yfir þröngar hlaupabuxur veita enn betri vörn í kuldanum. Aukahlutir eins og mittistöskur, hanskar, húfur og eyrnabönd er að finna í úrvali hjá Boozt. Ef við föllum samt í þá gildru að klæða okkur of mikið er fljótlegasta leiðin til að kæla líkamann gegnum hendur og úlnliði. Byrja því á að fara úr vettlingum og toga aðeins upp ermarnar. Er hægt að kaupa réttu hlaupaskóna á netinu? Góðir hlaupaskór skipta miklu máli fyrir sem bestan árangur og til að forðast óþægindi og á Boozt er að finna fjölbreytta hlaupaskó frá ólíkum framleiðendum. Þegar kaupa á hlaupaskó á netinu er pappaprófið svokallaða sniðugt trix til að átta sig á hvernig fæturnir virka út frá líkamsstöðu og hvaða gerð af hlaupaskóm hentar best. Þú þart tvö pappaspjöld og vaskafat með vatni. Leggðu spjöldin á gólfið, bleyttu fyrst annan fótinn og stígðu svo á pappann, lyftu honum svo beint upp og gerðu eins með hinn fótinn. Fótsporin sýna hvar þunginn er mestur, hvort fóturinn hallar inn á við eða út á við um ökklann eða hvort þunginn dreifist jafnt á fótinn, sem auðveldar valið á viðeigandi skóm. Hvernig er best að byrja hlaupaferilinn Þegar búið er að galla sig upp reynist oft áskorun að koma sér í gang. Fyrir byrjendur í hlaupum er sniðugast að byrja að ganga hraustlega í hálftíma, tvisvar til fjórum sinnum í viku þar til við getum farið að hlaupa nokkurra mínútna kafla í einu og labba inn á milli. Þannig byggist upp þol og styrkur og að lokum getum við hlaupið samfleytt allan tímann. Það hafa allir sinn hlaupastíl og engin ein „rétt“ aðferð við að hlaupa, svo lengi sem líkamsstaðan er tiltölulega upprétt, olnbogar nálægt líkamanum og að við lendum ekki með of miklum þunga í hverju skrefi. Ef við gírum okkur í gang núna og byrjum að byggja upp þol og styrk verðum við komin í fínasta hlaupaform þegar fer að vora fyrir alvöru og getum þá notið þess að hlaupa í stuttbuxum í sumar.
Hlaup Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Sjá meira