Hitnar í fasteignamarkaði vegna íbúðakaupa Grindvíkinga Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2024 07:48 HMS segir fasteignaviðskipti nú vera drifin áfram af nýbyggingum, en hlutdeild þeirra í kaupsamningum hafi ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi hitnað í febrúar, en vísitala íbúðaverðs og gögn um fasteignaauglýsingar gefa vísbendingu um aukna virkni og hærra íbúðaverð. Breytingin er mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en stofnunin telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft þessi áhrif á markaðinn. Í skýrslunni segir að markaðurinn hafi hins vegar farið nokkuð rólega í stað í janúar, þar sem kaupsamningum hafi fækkað á milli mánaða í öllum landshlutum. Þó hafi kaupsamningarnir fleiri en í janúar á síðasta ári. Leiguverð hækkar umfram almennt verðlag Fasteignaviðskipti eru nú drifin áfram af nýbyggingum og hefur hlutdeild þeirra í kaupsamningum ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Einnig eru merki um viðsnúning á leigumarkaði, þar sem leiguverð hækkar hratt umfram almennt verðlag. Einnig bendir leigumarkaðskönnun HMS til þess að staða leigjenda hafi versnað á síðasta ári. „Minni breytileiki er á leiguverði stærri íbúða eftir póstnúmerum, sem bendir til þess að leigjendur þeirra sækist ekki jafnmikið í að búa miðsvæðis í Reykjavík og leigjendur minni íbúða. Lánamarkaðurinn sýnir lítils háttar aukningu í hreinum nýjum útlánum á milli desember og janúar, þrátt fyrir að kaupsamningum fækkaði milli mánaða. Þetta bendir til aukinnar skuldsetningar fasteignakaupenda og að þeir séu háðari lánsfjármögnun en síðustu misseri. Byggingarmarkaðurinn hefur dregist saman á síðustu mánuðum, en fyrstu niðurstöður úr nýjustu íbúðatalningu HMS sýna að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur atvinnulausum fjölgað í byggingariðnaði. Færri börn og öldrun þjóðar kallar á fleiri íbúðir. Greining HMS á íbúðaþörf sýnir að færri íbúar búa nú í hverri íbúð en fyrir 30 árum síðan. Hins vegar bendir fækkun barna og fjölgun íbúa á efri árum til þess að fullorðnir búi þrengra en áður,“ segir á vef HMS. Mun fleiri fasteignir teknar úr sölu Í skýrslunni segir ennfremur að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til að miklar breytingar hafi átt sér stað í umsvifum á fasteignamarkaði í febrúar. „Um 1.400 auglýstar fasteignir voru teknar úr sölu í febrúar og voru þær helmingi fleiri en í janúar. Hlutfallslega átti mesta breytingin sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vísbendingar um verðþrýsting má einnig sjá í nýrri vísitölu íbúðaverðs, sem HMS kynnti þriðjudaginn 19. mars. Hækkun vísitölunnar um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar er að mestu leyti tilkomin vegna verðhækkunar á fjölbýli, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1%. Hafa ber þó í huga að sveiflur eru á nýrri vísitölu íbúðaverðs og undirvísitölum hennar á milli mánaða, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% á tveimur mánuðum í febrúar. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hækkaði sérstaklega mikið, eða um 6,4% á milli mánaða. Þessi hækkun er fyrst og fremst tilkomin vegna aukinnar virkni á fasteignamarkaðnum á Suðvesturhorni landsins og voru kaupsamningar í Reykjanesbæ að minnsta kosti þrefalt fleiri í febrúar en í janúarmánuði,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Leigumarkaður Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en stofnunin telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft þessi áhrif á markaðinn. Í skýrslunni segir að markaðurinn hafi hins vegar farið nokkuð rólega í stað í janúar, þar sem kaupsamningum hafi fækkað á milli mánaða í öllum landshlutum. Þó hafi kaupsamningarnir fleiri en í janúar á síðasta ári. Leiguverð hækkar umfram almennt verðlag Fasteignaviðskipti eru nú drifin áfram af nýbyggingum og hefur hlutdeild þeirra í kaupsamningum ekki verið jafnmikil á síðustu mánuðum og frá því að mælingar HMS hófust árið 2006. Einnig eru merki um viðsnúning á leigumarkaði, þar sem leiguverð hækkar hratt umfram almennt verðlag. Einnig bendir leigumarkaðskönnun HMS til þess að staða leigjenda hafi versnað á síðasta ári. „Minni breytileiki er á leiguverði stærri íbúða eftir póstnúmerum, sem bendir til þess að leigjendur þeirra sækist ekki jafnmikið í að búa miðsvæðis í Reykjavík og leigjendur minni íbúða. Lánamarkaðurinn sýnir lítils háttar aukningu í hreinum nýjum útlánum á milli desember og janúar, þrátt fyrir að kaupsamningum fækkaði milli mánaða. Þetta bendir til aukinnar skuldsetningar fasteignakaupenda og að þeir séu háðari lánsfjármögnun en síðustu misseri. Byggingarmarkaðurinn hefur dregist saman á síðustu mánuðum, en fyrstu niðurstöður úr nýjustu íbúðatalningu HMS sýna að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur atvinnulausum fjölgað í byggingariðnaði. Færri börn og öldrun þjóðar kallar á fleiri íbúðir. Greining HMS á íbúðaþörf sýnir að færri íbúar búa nú í hverri íbúð en fyrir 30 árum síðan. Hins vegar bendir fækkun barna og fjölgun íbúa á efri árum til þess að fullorðnir búi þrengra en áður,“ segir á vef HMS. Mun fleiri fasteignir teknar úr sölu Í skýrslunni segir ennfremur að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til að miklar breytingar hafi átt sér stað í umsvifum á fasteignamarkaði í febrúar. „Um 1.400 auglýstar fasteignir voru teknar úr sölu í febrúar og voru þær helmingi fleiri en í janúar. Hlutfallslega átti mesta breytingin sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vísbendingar um verðþrýsting má einnig sjá í nýrri vísitölu íbúðaverðs, sem HMS kynnti þriðjudaginn 19. mars. Hækkun vísitölunnar um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar er að mestu leyti tilkomin vegna verðhækkunar á fjölbýli, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1%. Hafa ber þó í huga að sveiflur eru á nýrri vísitölu íbúðaverðs og undirvísitölum hennar á milli mánaða, en vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% á tveimur mánuðum í febrúar. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hækkaði sérstaklega mikið, eða um 6,4% á milli mánaða. Þessi hækkun er fyrst og fremst tilkomin vegna aukinnar virkni á fasteignamarkaðnum á Suðvesturhorni landsins og voru kaupsamningar í Reykjanesbæ að minnsta kosti þrefalt fleiri í febrúar en í janúarmánuði,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Leigumarkaður Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira