Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:49 Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“ Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“
Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01
Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00