Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:39 Unnið að því að styrkja varnir Úkraínumanna í Kharkív. AP/Efrem Lukatsky Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira