Reistad og Gidsel valin besta handboltafólk í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 16:00 Verðlaunahafarnir fjórir í ár. Lena Grandveau, Henny Reistad, Mathias Gidsel og Elias Ellefsen á Skipagøtu. @ihfworldhandball Norska handboltakonan Henny Reistad og danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel voru valin besta handboltafólk heims í dag af Alþjóða handboltasambandinu. Reistad er sjöunda norska handboltakonan sem nær því að vera besta handboltakona heims en áður höfðu þær Trine Haltvik, Cecilie Leganger, Gro Hammerseng, Linn-Kristin Riegelhuth, Heidi Løke og Stine Bredal Oftedal fengið þessi verðlaun hjá IHF. Reistad hefur verið lykilleikmaður norska landsliðsins undanfarin ár og blómstraði eftir að Þórir Hergeirsson setti hana í stærra hlutverk. Reistad var valin mikilvægasti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts þar sem norsku stelpurnar urðu í öðru sæti. Reistad var bæði markahæst á HM sem og í Meistaradeildinni þar sem hún spilar með danska félaginu Esbjerg. Gidsel varð markakóngur á HM 2023 og vann Evrópudeildina með þýska félaginu Füchse Berlin. Gidsel er þriðji Daninn til að vera valinn sá besti í heimi en áður höfðu þeir Mikkel Hansen og Niklas Landin fengið þessi verðlaun. Gidsel var tilnefndur ásamt þýska markverðinum Andreas Wolff og franska línumanninum Ludovic Fabregas sem endaði í öðru sæti. Hin franska Lena Grandveau var valin besta unga handboltakona heims en hjá strákunum fékk Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu sömu verðlaun. Hér má lesa meira um verðlaunahafana. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) EM 2024 í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Reistad er sjöunda norska handboltakonan sem nær því að vera besta handboltakona heims en áður höfðu þær Trine Haltvik, Cecilie Leganger, Gro Hammerseng, Linn-Kristin Riegelhuth, Heidi Løke og Stine Bredal Oftedal fengið þessi verðlaun hjá IHF. Reistad hefur verið lykilleikmaður norska landsliðsins undanfarin ár og blómstraði eftir að Þórir Hergeirsson setti hana í stærra hlutverk. Reistad var valin mikilvægasti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts þar sem norsku stelpurnar urðu í öðru sæti. Reistad var bæði markahæst á HM sem og í Meistaradeildinni þar sem hún spilar með danska félaginu Esbjerg. Gidsel varð markakóngur á HM 2023 og vann Evrópudeildina með þýska félaginu Füchse Berlin. Gidsel er þriðji Daninn til að vera valinn sá besti í heimi en áður höfðu þeir Mikkel Hansen og Niklas Landin fengið þessi verðlaun. Gidsel var tilnefndur ásamt þýska markverðinum Andreas Wolff og franska línumanninum Ludovic Fabregas sem endaði í öðru sæti. Hin franska Lena Grandveau var valin besta unga handboltakona heims en hjá strákunum fékk Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu sömu verðlaun. Hér má lesa meira um verðlaunahafana. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira