ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 21:33 Mikill eldur kviknaði í tónleikahúsinu í árásinni. AP/Vitaly Smolnikov Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna. Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna.
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira