NOCCO Dusty mæta Sögu í úrslitum Snorri Már Vagnsson skrifar 22. mars 2024 22:56 Lið Dusty. F.v.: Eðvarð "EddezeNNN" Þór, Elvar "RavlE" Orri, Þorsteinn "TH0R" Friðfinnsson, Ásmundur "PANDAZ" Viggóson og Stefán "StebbiC0C0" Ingi. NOCCO Dusty mættu liði Aurora í undanúrslitum Stórmeistaramótsins í Counter-Strike fyrr í kvöld. Liðin kepptu upp á að mæta liði Sögu í úrslitaleik mótsins sem er á morgun. Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti
Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti