Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Aron Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield, heimavelli Liverpool, í gær. Mynd: Liverpool FC Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn