„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2024 08:01 Jóhann Berg og Albert Guðmundsson hafa báðir gert þrennu í mikilvægum landsleikjum. „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hann hitaði upp fyrir æfingu liðsins í Búdapest í gær en liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. „Við erum bara með sjálfstraustið í botni, og sérstaklega eftir síðasta leik. Þetta verður aftur á móti töluvert erfiðari leikur og töluvert meiri stemning í Úkraínumönnunum í Póllandi heldur en á móti Ísrael þannig að þetta verður alvöru verkefni, en til að komast á stórmót þá þarft þú að spila erfiða leiki og vinna þá.“ Jóhann Berg segir að það að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðasta leik sé ástæða til þess að mæta með kassann út í leikinn á þriðjudaginn. „Alltaf gott að skora fjögur mörk og sýnir það að við erum með gríðarlega sterka menn sóknarlega. Leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við þurfum líka að verjast sem lið og mér fannst við gera það vel mestmegnis á móti Ísrael en við þurfum að gera það enn betur gegn Úkraínu.“ Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Jóhann þekkir það vel sjálfur hvernig það er að skora þrennu fyrir Ísland og gerði hann það í Bern í Sviss árið 2013. Klippa: Þrenna Jóa Berg gegn Sviss í Bern árið 2013 Hér að neðan má sjá mörk Alberts Guðmundssonar gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hans önnur þrenna fyrir Ísland. En hvor þrennan er flottari? „Ég held að það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka.“ Klippa: Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Hann hitaði upp fyrir æfingu liðsins í Búdapest í gær en liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. „Við erum bara með sjálfstraustið í botni, og sérstaklega eftir síðasta leik. Þetta verður aftur á móti töluvert erfiðari leikur og töluvert meiri stemning í Úkraínumönnunum í Póllandi heldur en á móti Ísrael þannig að þetta verður alvöru verkefni, en til að komast á stórmót þá þarft þú að spila erfiða leiki og vinna þá.“ Jóhann Berg segir að það að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðasta leik sé ástæða til þess að mæta með kassann út í leikinn á þriðjudaginn. „Alltaf gott að skora fjögur mörk og sýnir það að við erum með gríðarlega sterka menn sóknarlega. Leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við þurfum líka að verjast sem lið og mér fannst við gera það vel mestmegnis á móti Ísrael en við þurfum að gera það enn betur gegn Úkraínu.“ Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Jóhann þekkir það vel sjálfur hvernig það er að skora þrennu fyrir Ísland og gerði hann það í Bern í Sviss árið 2013. Klippa: Þrenna Jóa Berg gegn Sviss í Bern árið 2013 Hér að neðan má sjá mörk Alberts Guðmundssonar gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hans önnur þrenna fyrir Ísland. En hvor þrennan er flottari? „Ég held að það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka.“ Klippa: Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira