Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira