Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 08:44 Steinunn Þóra Árnadóttir hefur tjáð sig um framgöngu Flokks fólksins í málefnum fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum. Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum.
Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira