Innflutningur er ekki bændum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 21:01 Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda, sem segir að mikill innflutningur á matvælum til landsins sé ekki bændum að kenna, þar þurfi aðrir að sýna vilja verki og þá á hann við íslensk stjórnvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira