Viltu finna milljarð? Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. mars 2024 07:30 Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Rekstur hins opinbera Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar