Varanlegt vopnahlé og sjálfstæð Palestína Kristrún Frostadóttir skrifar 26. mars 2024 09:31 Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun