Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 11:58 Gestir Pallborðsins að þessu sinni eru Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, Ingrid Kuhlman formaður Lífsvirðingar og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira