Hættuleg gasmengun kemur í veg fyrir opnun Bláa lónsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 11:57 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segist sammála lögreglustjóranum á Suðurnesjum að ekki sé forsvaranlegt að halda úti starfsemi í lóninu að svo stöddu. Vísir/Arnar Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá því að jarðhræringarnar við Grindavík hófust fyrir fimm mánuðum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á ný vegna hættulegrar gasmengunnar. Bláa lónið hefur nú verið lokað frá því að það var rýmt þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir ellefu dögum. Há gildi af brennisteinsdíoxíð (S02) hafa mælst á svæðinu í kjölfar gossins. Fyrir viku þurfti starfsmaður Bláa Lónsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst við Bláa lónið undanfarið. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Vísir/Vilhelm Til stóð að Bláa lónið yrði opnað á ný í dag. Seinnipartinn í gær sendi Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hinsvegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos væri enn í gangi. „Úlfar nefndi sérstaklega að það væri vart forsvaranlegt þegar það væru breytilegar vindar. Þá er staðan þessi og við erum honum hjartanlega sammála,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. „Þessvegna erum við að meta stöðuna, læra á þessar áskoranir, vinna áhættumat með verkfræðistofunni Eflu og fjölga mælum. En auðvitað gerum við ekkert nema í nánu samstarfi við yfirvöld og þá sérstaklega lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Gasmengun sé helsta áskorunin sem þau standi frammi fyrir núna. „Og hún virðist vera ólík þeirri sem við áttum að venjast í fyrri gosum. Þannig við erum auðvitað að læra inn á þessar nýju áskoranir eins og yfirvöld og allir aðrir. Við auðvitað tökum hana mjög alvarlega og munum ekki opna fyrr en okkur líður vel með stöðuna og áhættumat liggur fyrir.“ Páskar háannatími og fjölmargir áttu bókað Staðan verður endurmetin á mánudag og Helga bindur vonir við að mögulega verði hægt að opna á þriðjudag. Hún segir að í Bláa lóninu, líkt og í ferðaþjónustu í heild séu páskar ákveðin háönn og það hafi verið vel bókað. „Því miður þurfum við að afbóka þá sem áttu bókað eða voru á leið til okkar, en það er ekki stóra málið. Við erum fyrst og fremst á þessum tímapunkti að ná utan um stöðuna.“ Þetta er auðvitað búið að vera krefjandi en svona er þetta bara og við höldum áfram. Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá 10. nóvember. „Við höfum verið svo lánsöm að þegar við höfum opnað aftur hafa gestir verið duglegir að koma til okkar og tekið því mjög fagnandi. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45 Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27 Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Bláa lónið hefur nú verið lokað frá því að það var rýmt þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir ellefu dögum. Há gildi af brennisteinsdíoxíð (S02) hafa mælst á svæðinu í kjölfar gossins. Fyrir viku þurfti starfsmaður Bláa Lónsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst við Bláa lónið undanfarið. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Vísir/Vilhelm Til stóð að Bláa lónið yrði opnað á ný í dag. Seinnipartinn í gær sendi Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hinsvegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos væri enn í gangi. „Úlfar nefndi sérstaklega að það væri vart forsvaranlegt þegar það væru breytilegar vindar. Þá er staðan þessi og við erum honum hjartanlega sammála,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. „Þessvegna erum við að meta stöðuna, læra á þessar áskoranir, vinna áhættumat með verkfræðistofunni Eflu og fjölga mælum. En auðvitað gerum við ekkert nema í nánu samstarfi við yfirvöld og þá sérstaklega lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Gasmengun sé helsta áskorunin sem þau standi frammi fyrir núna. „Og hún virðist vera ólík þeirri sem við áttum að venjast í fyrri gosum. Þannig við erum auðvitað að læra inn á þessar nýju áskoranir eins og yfirvöld og allir aðrir. Við auðvitað tökum hana mjög alvarlega og munum ekki opna fyrr en okkur líður vel með stöðuna og áhættumat liggur fyrir.“ Páskar háannatími og fjölmargir áttu bókað Staðan verður endurmetin á mánudag og Helga bindur vonir við að mögulega verði hægt að opna á þriðjudag. Hún segir að í Bláa lóninu, líkt og í ferðaþjónustu í heild séu páskar ákveðin háönn og það hafi verið vel bókað. „Því miður þurfum við að afbóka þá sem áttu bókað eða voru á leið til okkar, en það er ekki stóra málið. Við erum fyrst og fremst á þessum tímapunkti að ná utan um stöðuna.“ Þetta er auðvitað búið að vera krefjandi en svona er þetta bara og við höldum áfram. Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá 10. nóvember. „Við höfum verið svo lánsöm að þegar við höfum opnað aftur hafa gestir verið duglegir að koma til okkar og tekið því mjög fagnandi. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45 Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27 Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45
Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27
Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27