„Trúði því ekki að þetta væri ég“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 16:08 Þingvörður reynir að fjarlægja Ali af þingpöllunum. Boulbi og Lamin eru með honum á pöllunum. Karlmaður á flótta sem dvelur í Neyðarskýli Rauða krossins segist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann horfði á myndband af sjálfum sér með hróp og köll á þingpöllum Alþingis. Þetta kemur fram í aðsendri grein fjögurra íslenskra kvenna sem hafa látið sig varða hag flóttafólks á Íslandi. Guðrún Árnadóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Hekla Kollmar og Þorgerður Jörundsdóttir velta fyrir sér hvað fái ungan mann til að klifra utan á þingpöllum frammi fyrir fullum þingsal. Hver hrópi „þið hafið steinhjarta“ og hvers vegna? „Undanfarna 7 mánuði hefur rúmur tugur flóttamanna dvalið í neyðarskýli Rauða krossins. Flest hafa þau búið á Íslandi um árabil. Mörg hafa stundað nám, lært íslensku, eignast vini, fest hér einhverskonar rætur eftir rótlaust líf á flótta undan ofbeldi, stríði, ofsóknum og neyð,“ segir í grein kvennanna. Guðrún Tara og Hekla kynnust í baráttunni fyrir rétti Palestínu en þær Guðrún Árnadóttir og Þorgerður hafa haldið úti Tin Can Factory - íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Þegar ný útlendingalög tóku gildi í ágúst 2023 var þessum hópi vísað á götuna. Fólkið átti það sameiginlegt að vera hvergi með hæli og að ekki var hægt að brottvísa því til heimalandsins þar sem ekki er framsalssamningur á milli allra landa. Nýju lögin gerðu yfirvöldum kleift að svipta fólkið allri grunnþjónustu. Svipta þau húsnæði, framfærslu, læknisþjónustu - öllu,“ segja þær stöllur. Þær lýsa með raunverulegum dæmum daglegu lífi flóttafólks sem yfirgefi neyðarskýlin að morgni, gangi sama hringinn allan daginn óháð heilsu eða ástandi. Allir þurfi að vera komnir út klukkan tíu. Fólkið neyðist til að betla fyrir lyfjum, fari á klósett undir eftirliti og hægt og bítandi verði þau vitstola. Hróp og öskur berist um gangana á nóttunni. Fólk sé hætt að sofa. „Uppi á svölum þingsalarins sitja þrír ungir menn sem allir dvelja í neyðarskýlinu. Þeir heita Ali, Boulbi og Lamin. Þeir eru hér til að hlusta á umræður um útlendingalög. Lög sem snerta þá. Fyrst og fremst eru þeir hér til að sjá ráðherrann, konuna sem tekur ákvarðanir um líf þeirra og örlög. Örlög sem nú þegar hanga á bláþræði.“ Guðrún Tara segir í samtali við Vísi að þær hafi rætt við Ali og fengið hans sjónarhorn á uppákomuna sem vakti heimsathygli. „Við vorum búnir að lesa fréttir um nýju búðirnar, fangelsin, og fórum á Alþingi klukkan þrjú. Bara til að hlusta. Þegar Guðrún (dómsmálaráðherra) byrjaði að tala í þriðja sinn brast eitthvað innra með okkur. Í okkar huga stendur hún fyrir allan þennan hrylling sem við erum að ganga í gegnum og þegar við sáum hana stíga aftur í pontu vissum við að hún myndi skaða okkur enn meira,“ segir Ali. „Það var ekkert plan, við byrjuðum bara að kalla. Þið hafið steinhjarta! Þetta bara gerðist einhvern veginn. Mér flaug í hug: ef ég segist ætla að stökkva næ ég kannski athygli einhverra um stund og þá get ég reynt að sýna þessu fólki hvernig mér líður. Kannski hlustar einhver. Þið hafið steinhjarta! Ég hef aldrei gert svona. Aldrei verið svona. Þegar ég sá mig á myndbandinu trúði ég því ekki að þetta væri ég.“ Ali stökk þó ekki. Lögregla færði hann á lögreglustöðina og svo aftur í neyðarskýlið. Þær stöllur segja Ali enn dreyma um framtíð, fjölskyldu og vinnu. Hann er frá Írak og hefur verið á Íslandi í fjögur ár. Lami vonast til að fá að nýta tækniskólanám til að starfa sem smiður á Íslandi. Boulbi segir Ísland búið að brjóta sig. Hann geti ekki hugsað um framtíðina. „Þau búa hér. Anda, lifa, ganga um bæinn á meðal okkar og með okkur. Við mætum þeim en horfum fram hjá. Sjáum þau ekki. Viljum ekki sjá þau. Viljum ekki muna eftir því sem við höfum gert. En það erum við sem komum þeim í þessar kringumstæður. Það er engum vafa undirorpið að í þessu samfélagi voru samþykkt lög sem heimila okkur að senda fólk allslaust á götuna. Við höfum ýtt þeim eins langt frá okkur og við mögulega getum. Þannig höfum við reynt svo á líkama þeirra og sál að þau eru óþekkjanleg í eigin augum og þora ekki lengur að láta sig dreyma,“ segja þær fjórar. „En við sinnum okkar hversdegi eins og allt sé eðlilegt. Eins og það sé fullkomlega eðlilegt að svipta fólk öllu. Fullkomlega eðlilegt að sýna ekki samúð og meðalhóf. Fullkomlega eðlilegt að hér skjótum við ekki skjólshúsi yfir þolendur mansals og börn á flótta. Fullkomlega eðlilegt að hér hafi fólk búið í áraraðir án þess að fá skjól. Fólkið í neyðarskýli Rauða krossins er hérna enn. Þau hafa ekkert farið, ekki horfið eða gengið í björg. Þau eru af holdi og blóði og innan seilingar. Við gætum gert svo miklu betur. Það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Írak Tengdar fréttir Mikilvægt fyrir sálrænan bata að fá góðar móttökur Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim. 9. mars 2024 19:30 Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein fjögurra íslenskra kvenna sem hafa látið sig varða hag flóttafólks á Íslandi. Guðrún Árnadóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Hekla Kollmar og Þorgerður Jörundsdóttir velta fyrir sér hvað fái ungan mann til að klifra utan á þingpöllum frammi fyrir fullum þingsal. Hver hrópi „þið hafið steinhjarta“ og hvers vegna? „Undanfarna 7 mánuði hefur rúmur tugur flóttamanna dvalið í neyðarskýli Rauða krossins. Flest hafa þau búið á Íslandi um árabil. Mörg hafa stundað nám, lært íslensku, eignast vini, fest hér einhverskonar rætur eftir rótlaust líf á flótta undan ofbeldi, stríði, ofsóknum og neyð,“ segir í grein kvennanna. Guðrún Tara og Hekla kynnust í baráttunni fyrir rétti Palestínu en þær Guðrún Árnadóttir og Þorgerður hafa haldið úti Tin Can Factory - íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Þegar ný útlendingalög tóku gildi í ágúst 2023 var þessum hópi vísað á götuna. Fólkið átti það sameiginlegt að vera hvergi með hæli og að ekki var hægt að brottvísa því til heimalandsins þar sem ekki er framsalssamningur á milli allra landa. Nýju lögin gerðu yfirvöldum kleift að svipta fólkið allri grunnþjónustu. Svipta þau húsnæði, framfærslu, læknisþjónustu - öllu,“ segja þær stöllur. Þær lýsa með raunverulegum dæmum daglegu lífi flóttafólks sem yfirgefi neyðarskýlin að morgni, gangi sama hringinn allan daginn óháð heilsu eða ástandi. Allir þurfi að vera komnir út klukkan tíu. Fólkið neyðist til að betla fyrir lyfjum, fari á klósett undir eftirliti og hægt og bítandi verði þau vitstola. Hróp og öskur berist um gangana á nóttunni. Fólk sé hætt að sofa. „Uppi á svölum þingsalarins sitja þrír ungir menn sem allir dvelja í neyðarskýlinu. Þeir heita Ali, Boulbi og Lamin. Þeir eru hér til að hlusta á umræður um útlendingalög. Lög sem snerta þá. Fyrst og fremst eru þeir hér til að sjá ráðherrann, konuna sem tekur ákvarðanir um líf þeirra og örlög. Örlög sem nú þegar hanga á bláþræði.“ Guðrún Tara segir í samtali við Vísi að þær hafi rætt við Ali og fengið hans sjónarhorn á uppákomuna sem vakti heimsathygli. „Við vorum búnir að lesa fréttir um nýju búðirnar, fangelsin, og fórum á Alþingi klukkan þrjú. Bara til að hlusta. Þegar Guðrún (dómsmálaráðherra) byrjaði að tala í þriðja sinn brast eitthvað innra með okkur. Í okkar huga stendur hún fyrir allan þennan hrylling sem við erum að ganga í gegnum og þegar við sáum hana stíga aftur í pontu vissum við að hún myndi skaða okkur enn meira,“ segir Ali. „Það var ekkert plan, við byrjuðum bara að kalla. Þið hafið steinhjarta! Þetta bara gerðist einhvern veginn. Mér flaug í hug: ef ég segist ætla að stökkva næ ég kannski athygli einhverra um stund og þá get ég reynt að sýna þessu fólki hvernig mér líður. Kannski hlustar einhver. Þið hafið steinhjarta! Ég hef aldrei gert svona. Aldrei verið svona. Þegar ég sá mig á myndbandinu trúði ég því ekki að þetta væri ég.“ Ali stökk þó ekki. Lögregla færði hann á lögreglustöðina og svo aftur í neyðarskýlið. Þær stöllur segja Ali enn dreyma um framtíð, fjölskyldu og vinnu. Hann er frá Írak og hefur verið á Íslandi í fjögur ár. Lami vonast til að fá að nýta tækniskólanám til að starfa sem smiður á Íslandi. Boulbi segir Ísland búið að brjóta sig. Hann geti ekki hugsað um framtíðina. „Þau búa hér. Anda, lifa, ganga um bæinn á meðal okkar og með okkur. Við mætum þeim en horfum fram hjá. Sjáum þau ekki. Viljum ekki sjá þau. Viljum ekki muna eftir því sem við höfum gert. En það erum við sem komum þeim í þessar kringumstæður. Það er engum vafa undirorpið að í þessu samfélagi voru samþykkt lög sem heimila okkur að senda fólk allslaust á götuna. Við höfum ýtt þeim eins langt frá okkur og við mögulega getum. Þannig höfum við reynt svo á líkama þeirra og sál að þau eru óþekkjanleg í eigin augum og þora ekki lengur að láta sig dreyma,“ segja þær fjórar. „En við sinnum okkar hversdegi eins og allt sé eðlilegt. Eins og það sé fullkomlega eðlilegt að svipta fólk öllu. Fullkomlega eðlilegt að sýna ekki samúð og meðalhóf. Fullkomlega eðlilegt að hér skjótum við ekki skjólshúsi yfir þolendur mansals og börn á flótta. Fullkomlega eðlilegt að hér hafi fólk búið í áraraðir án þess að fá skjól. Fólkið í neyðarskýli Rauða krossins er hérna enn. Þau hafa ekkert farið, ekki horfið eða gengið í björg. Þau eru af holdi og blóði og innan seilingar. Við gætum gert svo miklu betur. Það er ekkert eðlilegt við þetta.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Írak Tengdar fréttir Mikilvægt fyrir sálrænan bata að fá góðar móttökur Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim. 9. mars 2024 19:30 Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Mikilvægt fyrir sálrænan bata að fá góðar móttökur Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim. 9. mars 2024 19:30
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39