Eggin tuttugu búin í byrjun dags, fólk að hamstra og starfsmenn eltir uppi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2024 08:41 Hér má sjá starfsmann Fjölskyldu- og húsdýragarðsins færa barni páskaegg í skiptum fyrir gullstein sem það fann. Aðeins eru tuttugu smáegg sem þessi í boði daglega. Stöð 2 Mæður á Facebook-hópnum Mæðratips furða sig á skipulagi páskaeggjaleitar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðeins er hægt að finna tuttugu egg á dag svo þau klárast snemma. Að sögn sjónarvotta eru dæmi um fólk sem hefur hamstrað egg. Inni á Facebook má sjá viðburðinn Páskaeggjaleit 2024 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en í lýsingunni segir að hann standi yfir 26. til 31. mars og sé í boði Nóa Siríus og Bæjarins Beztu. Hægt verði að leita frá klukkan 10 til 17 og að hefðbundinn aðgangseyrir gildi inn í garðinn. „Faldir verða litlir gullsteinar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem hægt verður að skipta út fyrir páskaegg hjá Bæjarins Beztu í garðinum en þar verður opið alla páskana,“ segir einnig en ekki stendur hvað steinarnir séu margir. Fimm páskaegg í stærð sjö frá Nóa Síríus verði dregin úr potti síðasta daginn. Fari maður inn í umræðuhluta viðburðarins er þar færsla frá Bæjarins beztu sem segir nánar frá reglunum. Aðeins séu hundrað egg í boði eða tuttugu egg á dag. Þessi færsla er þó alls ekki augljós nema maður kafi aðeins dýpra. Auglýsing Páskaeggjaleitarinnar sem sumir hafa bent á að beri með sér gervigreindarkeim. „Sparið ykkur ferðina“ Auður Edda Gunnarsdóttir nokkur birti færslu á Mæðratips í vikunni þar sem hún segir „Mæður! Smá tuð - sparið ykkur ferðina í Páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum“ og bætir við að það séu bara tuttugu egg í boði á dag. „Í dag var auglýstur opnunartími frá 10 til 17 og hægt væri að leita á þeim tíma en öll eggin kláruðust auðvitað strax,“ segir hún. Hún lýsir því hvernig fjöldi barna hafi gengið sár frá garðinum. Það þurfi ekki allir að vinna en tuttugu smáegg sé djók og ekki í takt við auglýsinguna. Færslan vakti ansi mikil viðbrögð inni á hópnum. Um 140 manns hafa sýnt einhvers konar viðbrögð við færslunni hvort sem það er læk, undrunar- eða sorgarviðbragð og við færsluna eru komin 101 ummæli. Gullsteinarnir strax fundnir og sumir með marga Nokkrar kvennanna sem skrifuðu ummæli við færsluna þökkuðu Auði fyrir að láta vita af þessu og sögðust hættar við að fara. Aðrar sögðust þegar hafa séð að eggin væru bara tuttugu og hætt við í kjölfarið. Þá voru nokkrar sem höfðu farið eða áttu börn sem höfðu farið. „Sammála, strákurinn minn fór kl. 12 og allt var búið 😅,“ skrifaði Perla Lind Logadóttir. „Ég mætti kl. 10 og eftir klukkutíma sá maður t.d. strák sem fann tvö og hann hélt áfram að leita,“ sagði Magnea Hildur Jónsdóttir. Magnea lýsti því einnig að hún hafi hitt móður sem hafi heyrt af stúlku með fjóra gullsteina. Hún telur að það skorti greinilega bæði reglur um eggjatakmörk og aldursskiptingu í leiknum. Rakel Lilja Halldórsdóttir lýsir því hvernig hún og fjölskylda hennar mættu klukkan ellefu daginn áður og fundu enga steina. Fullt verð en aðeins hringekjan opin og framkvæmdir á leiksvæðum Mæðurnar kvörtuðu þó ekki bara yfir fáum eggjum leiksins heldur furðuðu sumar sig á því að rukkað væri inn í garðinn þegar opið væri í mjög takmarkaðan hluta hans. Gríðarlegur fjöldi barna gerði sér ferð í garðinn til að taka þátt í leitinni.Stöð 2 „Ég mætti 10:20 sirka. Þá var svo mikið af fólki og allt fundið. Ég sá allavega ekkert 😂 Svo voru engar skóflur eða fötur í sandkassanum, framkvæmdirnar ennþá að. Bara pylsur og litla sjoppan. Ekki alveg að ná að selja mér árskortið svona...“ skrifaði Berglind Kristjánsdóttir. Karen Drífa Thorhallsdóttir var heppnari í eggjaleitinni en skildi ekki hvernig garðurinn leyfði sér að rukka fullt verð. „Við skelltum okkur í gær og það voru enn tvö ófundin egg um þrjúleytið svo að eggjaleitin var alls ekki slæm. Hins vegar er það ofar mínum skilning hvernig garðurinn leyfir sér að rukka fullt verð inn með hann nær algjörlega lokaðan... Það er ekki opið í nein tæki nema hringekju, nær öll dýrin inni, og framkvæmdir á leiksvæðum... maður er eiginlega bara að borga fyrir smá göngutúr 🥴,“ skrifaði Karen. Starfsmenn verði fyrir aðkasti Ekki tóku þó allar undir gagnrýnina. Drífa Hrund Guðmundsdóttir sagði leitina ekki á vegum garðsins og því væri rangt að beina reiðinni þangað. „Mér skilst að Bæjarins bestu hafi staðið fyrir þessari páskaeggjaleit. Unga fólkið sem vinnur í húsdýragarðinum varð hins vegar fyrir töluverðu aðkasti og dónaskap af hálfu margra gesta. Fólk mætti hafa það í huga að ungir helgarstarfsmenn sem starfa í garðinum er ekki rétta fólkið til að hella ónotum yfir. Ef fólk er mjög ósátt við þennan gjörning ætti það að láta óánægju sína í ljós við yfirmenn, í þessu tilfelli yfirmenn Bæjarins bestu,“ skrifaði Drífa. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Börn og uppeldi Páskar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Inni á Facebook má sjá viðburðinn Páskaeggjaleit 2024 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en í lýsingunni segir að hann standi yfir 26. til 31. mars og sé í boði Nóa Siríus og Bæjarins Beztu. Hægt verði að leita frá klukkan 10 til 17 og að hefðbundinn aðgangseyrir gildi inn í garðinn. „Faldir verða litlir gullsteinar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem hægt verður að skipta út fyrir páskaegg hjá Bæjarins Beztu í garðinum en þar verður opið alla páskana,“ segir einnig en ekki stendur hvað steinarnir séu margir. Fimm páskaegg í stærð sjö frá Nóa Síríus verði dregin úr potti síðasta daginn. Fari maður inn í umræðuhluta viðburðarins er þar færsla frá Bæjarins beztu sem segir nánar frá reglunum. Aðeins séu hundrað egg í boði eða tuttugu egg á dag. Þessi færsla er þó alls ekki augljós nema maður kafi aðeins dýpra. Auglýsing Páskaeggjaleitarinnar sem sumir hafa bent á að beri með sér gervigreindarkeim. „Sparið ykkur ferðina“ Auður Edda Gunnarsdóttir nokkur birti færslu á Mæðratips í vikunni þar sem hún segir „Mæður! Smá tuð - sparið ykkur ferðina í Páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum“ og bætir við að það séu bara tuttugu egg í boði á dag. „Í dag var auglýstur opnunartími frá 10 til 17 og hægt væri að leita á þeim tíma en öll eggin kláruðust auðvitað strax,“ segir hún. Hún lýsir því hvernig fjöldi barna hafi gengið sár frá garðinum. Það þurfi ekki allir að vinna en tuttugu smáegg sé djók og ekki í takt við auglýsinguna. Færslan vakti ansi mikil viðbrögð inni á hópnum. Um 140 manns hafa sýnt einhvers konar viðbrögð við færslunni hvort sem það er læk, undrunar- eða sorgarviðbragð og við færsluna eru komin 101 ummæli. Gullsteinarnir strax fundnir og sumir með marga Nokkrar kvennanna sem skrifuðu ummæli við færsluna þökkuðu Auði fyrir að láta vita af þessu og sögðust hættar við að fara. Aðrar sögðust þegar hafa séð að eggin væru bara tuttugu og hætt við í kjölfarið. Þá voru nokkrar sem höfðu farið eða áttu börn sem höfðu farið. „Sammála, strákurinn minn fór kl. 12 og allt var búið 😅,“ skrifaði Perla Lind Logadóttir. „Ég mætti kl. 10 og eftir klukkutíma sá maður t.d. strák sem fann tvö og hann hélt áfram að leita,“ sagði Magnea Hildur Jónsdóttir. Magnea lýsti því einnig að hún hafi hitt móður sem hafi heyrt af stúlku með fjóra gullsteina. Hún telur að það skorti greinilega bæði reglur um eggjatakmörk og aldursskiptingu í leiknum. Rakel Lilja Halldórsdóttir lýsir því hvernig hún og fjölskylda hennar mættu klukkan ellefu daginn áður og fundu enga steina. Fullt verð en aðeins hringekjan opin og framkvæmdir á leiksvæðum Mæðurnar kvörtuðu þó ekki bara yfir fáum eggjum leiksins heldur furðuðu sumar sig á því að rukkað væri inn í garðinn þegar opið væri í mjög takmarkaðan hluta hans. Gríðarlegur fjöldi barna gerði sér ferð í garðinn til að taka þátt í leitinni.Stöð 2 „Ég mætti 10:20 sirka. Þá var svo mikið af fólki og allt fundið. Ég sá allavega ekkert 😂 Svo voru engar skóflur eða fötur í sandkassanum, framkvæmdirnar ennþá að. Bara pylsur og litla sjoppan. Ekki alveg að ná að selja mér árskortið svona...“ skrifaði Berglind Kristjánsdóttir. Karen Drífa Thorhallsdóttir var heppnari í eggjaleitinni en skildi ekki hvernig garðurinn leyfði sér að rukka fullt verð. „Við skelltum okkur í gær og það voru enn tvö ófundin egg um þrjúleytið svo að eggjaleitin var alls ekki slæm. Hins vegar er það ofar mínum skilning hvernig garðurinn leyfir sér að rukka fullt verð inn með hann nær algjörlega lokaðan... Það er ekki opið í nein tæki nema hringekju, nær öll dýrin inni, og framkvæmdir á leiksvæðum... maður er eiginlega bara að borga fyrir smá göngutúr 🥴,“ skrifaði Karen. Starfsmenn verði fyrir aðkasti Ekki tóku þó allar undir gagnrýnina. Drífa Hrund Guðmundsdóttir sagði leitina ekki á vegum garðsins og því væri rangt að beina reiðinni þangað. „Mér skilst að Bæjarins bestu hafi staðið fyrir þessari páskaeggjaleit. Unga fólkið sem vinnur í húsdýragarðinum varð hins vegar fyrir töluverðu aðkasti og dónaskap af hálfu margra gesta. Fólk mætti hafa það í huga að ungir helgarstarfsmenn sem starfa í garðinum er ekki rétta fólkið til að hella ónotum yfir. Ef fólk er mjög ósátt við þennan gjörning ætti það að láta óánægju sína í ljós við yfirmenn, í þessu tilfelli yfirmenn Bæjarins bestu,“ skrifaði Drífa.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Börn og uppeldi Páskar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira