Jón Gnarr boðar fregnir á þriðjudag Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 14:51 Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Vísir/Ívar Fannar Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. „Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36
Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48