„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 20:24 Dóra Tynes telur langt í að kaup Landsbankans á TM muni ganga í gegn vegna rannsóknar EFTA á kaupunum. Stöð 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira