Að róa til jafns Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. mars 2024 09:01 Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun