„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 18:55 Steinunn Ólína ætlar að bíða eftir ákvörðun Katrínar um framboð til forseta. Bjóði Katrín sig fram, ætlar Steinunn að gera það líka. Vísir/Vilhelm/Arnar Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30
Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30