„Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 21:12 Þessi sjón blasti við þegar Emil kom í Grasagarðinn klukkan tíu á þriðjudagsmorgun. Búið var að eyðileggja útilistaverk hans aðeins þremur dögum eftir að það var sett upp. Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Emil Gunnarsson, myndlistarnemi á fyrsta ári í meistaranámi við LHÍ, vann viðarskúlptúrinn „Þinn taktur“ fyrir sýninguna Hugsandi haugur í Grasagarðinum. Emil Gunnarsson er á fyrsta ári í MA-námi í myndlist við LHÍ Ellefu myndlistarnemar úr LHÍ og nokkrir listfræðinemar úr HÍ komu að sýningunni sem opnaði laugardaginn 23. mars og stendur til morgundagsins, 2. apríl. Verk Emils fékk þó ekki að njóta sín óáreitt nema í stutta stund. „Á þriðjudagsmorgun, þremur dögum eftir opnun, mætti ég ófagri sjón. Búið var að rífa verkið í sundur og fleygja því í tjörnina, greinilega í skjóli nætur af því ég var þarna kvöldið áður,“ segir Emil. „Margra mánaða vinna gerð að engu“ Verkið „Þinn taktur“ er stór gagnvirkur viðarskúlptúr sem var að sögn Emils innblásinn af riþma, náttúrumynstri og mannlegri náttúru. Það var hægt að stíga upp á verkið, sitja á því og ganga ofan á því. Verkið var hugsað þannig að almenningur gætið notað það og notið þess og virtust börn og fullorðnir hafa gaman af verkinu dagana sem það var uppi. „Þetta var stórt og níðþungt verk svo það hefur þurft þvílík átök til að brjóta það í sundur og fleygja því. Ég lagði mikla ástríðu, metnað og peninga í verkið og þarna er marga mánaða vinna gerð að engu,“ segir Emil. Hér má sjá ungan listunnenda njóta verksins.Hreinn Hákonarson Telur hóp fólks hafa unnið skemmdirnar „Það er hægt að búast við ýmsu með útiverkum en svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja og svolítið grátlegt,“ segir hann. Þegar verkið var sett upp þurfti fimm manns til að halda á því stuttan spöl svo Emil telur líklegt að um hóp hafi verið að ræða. Hópurinn virðist hafa fengið útrás fyrir skemmdarþörfinni víðar af því búið var að kasta nokkrum bekkjum garðsins í tjörnina og velta öðrum á hvolf. Þannig það voru fleiri skemmdarverk unnin þarna? „Á lóðinni já. En hin útilistaverkin voru látin í friði,“ segir Emil. Næst ekki að setja verkið aftur upp fyrir sýningarlok Emil segir tímasetningu skemmdarverksins og eðli skemmdana þýða að verkið verður ekki sett aftur upp í Grasagarðinum. Ungir sem aldnir gátu notið verksins eins og sjá má hér.Facebook Hefurðu reynt að setja verkið saman aftur? „Það var einmitt stór spurning. Öll grindin undir fótganginum, bara verkinu sjálfu, var ónýt. Hún var rifin upp alls staðar þar sem voru samskeyti og skrúfur. Þar lá eiginlega mesti efniskostnaðurinn og vinnan,“ segir Emil „Svo er páskafrí akkúrat núna og verkstæðin sem ég hef aðgang að eru lokuð. Allt þetta spilaði saman og nú er sýningin að loka, það er seinasti dagur á morgun,“ segir hann og því ljóst að það verður ekki hægt að setja verkið upp aftur fyrir sýningarlok. „Það var algjör draumur að sýna verk í Grasagarðinum þannig þetta var hundleiðinlegt,“ segir hann. Verkið muni líklega rísa á ný Emil langar að leyfa verkinu að lifa lengur og vonast til að setja það upp í Elliðaárdalnum í maí og vinna með nokkrum gjörningalistamönnum við að nýta verkið í gjörninga. Stefnirðu á að setja það saman aftur og setja upp annars staðar? „Mér finnst eins og ég þurfi að gera það. Mig langar að leyfa hugmyndinni og verkinu að lifa lengur. Það voru þegar tvö til þrjú samstörf með performans-artistum plönuð þar sem við ætluðum að nota verkið. Svo er ég að sýna á sýningu í Elliðaárdalnum í maí og þar ætlaði ég líka að vera með verkið,“ segir Emil. „Líklegast mun ég byggja það upp aftur. Það er bara smá umræða með sýningarstjórunum í þeim verkefnum,“ segir hann. Vonandi verður af þeim plönum svo áhugasamir geti skoðað verkið hvort sem það verður í Elliðaárdalnum eða annars staðar. Styttur og útilistaverk Reykjavík Myndlist Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Emil Gunnarsson, myndlistarnemi á fyrsta ári í meistaranámi við LHÍ, vann viðarskúlptúrinn „Þinn taktur“ fyrir sýninguna Hugsandi haugur í Grasagarðinum. Emil Gunnarsson er á fyrsta ári í MA-námi í myndlist við LHÍ Ellefu myndlistarnemar úr LHÍ og nokkrir listfræðinemar úr HÍ komu að sýningunni sem opnaði laugardaginn 23. mars og stendur til morgundagsins, 2. apríl. Verk Emils fékk þó ekki að njóta sín óáreitt nema í stutta stund. „Á þriðjudagsmorgun, þremur dögum eftir opnun, mætti ég ófagri sjón. Búið var að rífa verkið í sundur og fleygja því í tjörnina, greinilega í skjóli nætur af því ég var þarna kvöldið áður,“ segir Emil. „Margra mánaða vinna gerð að engu“ Verkið „Þinn taktur“ er stór gagnvirkur viðarskúlptúr sem var að sögn Emils innblásinn af riþma, náttúrumynstri og mannlegri náttúru. Það var hægt að stíga upp á verkið, sitja á því og ganga ofan á því. Verkið var hugsað þannig að almenningur gætið notað það og notið þess og virtust börn og fullorðnir hafa gaman af verkinu dagana sem það var uppi. „Þetta var stórt og níðþungt verk svo það hefur þurft þvílík átök til að brjóta það í sundur og fleygja því. Ég lagði mikla ástríðu, metnað og peninga í verkið og þarna er marga mánaða vinna gerð að engu,“ segir Emil. Hér má sjá ungan listunnenda njóta verksins.Hreinn Hákonarson Telur hóp fólks hafa unnið skemmdirnar „Það er hægt að búast við ýmsu með útiverkum en svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja og svolítið grátlegt,“ segir hann. Þegar verkið var sett upp þurfti fimm manns til að halda á því stuttan spöl svo Emil telur líklegt að um hóp hafi verið að ræða. Hópurinn virðist hafa fengið útrás fyrir skemmdarþörfinni víðar af því búið var að kasta nokkrum bekkjum garðsins í tjörnina og velta öðrum á hvolf. Þannig það voru fleiri skemmdarverk unnin þarna? „Á lóðinni já. En hin útilistaverkin voru látin í friði,“ segir Emil. Næst ekki að setja verkið aftur upp fyrir sýningarlok Emil segir tímasetningu skemmdarverksins og eðli skemmdana þýða að verkið verður ekki sett aftur upp í Grasagarðinum. Ungir sem aldnir gátu notið verksins eins og sjá má hér.Facebook Hefurðu reynt að setja verkið saman aftur? „Það var einmitt stór spurning. Öll grindin undir fótganginum, bara verkinu sjálfu, var ónýt. Hún var rifin upp alls staðar þar sem voru samskeyti og skrúfur. Þar lá eiginlega mesti efniskostnaðurinn og vinnan,“ segir Emil „Svo er páskafrí akkúrat núna og verkstæðin sem ég hef aðgang að eru lokuð. Allt þetta spilaði saman og nú er sýningin að loka, það er seinasti dagur á morgun,“ segir hann og því ljóst að það verður ekki hægt að setja verkið upp aftur fyrir sýningarlok. „Það var algjör draumur að sýna verk í Grasagarðinum þannig þetta var hundleiðinlegt,“ segir hann. Verkið muni líklega rísa á ný Emil langar að leyfa verkinu að lifa lengur og vonast til að setja það upp í Elliðaárdalnum í maí og vinna með nokkrum gjörningalistamönnum við að nýta verkið í gjörninga. Stefnirðu á að setja það saman aftur og setja upp annars staðar? „Mér finnst eins og ég þurfi að gera það. Mig langar að leyfa hugmyndinni og verkinu að lifa lengur. Það voru þegar tvö til þrjú samstörf með performans-artistum plönuð þar sem við ætluðum að nota verkið. Svo er ég að sýna á sýningu í Elliðaárdalnum í maí og þar ætlaði ég líka að vera með verkið,“ segir Emil. „Líklegast mun ég byggja það upp aftur. Það er bara smá umræða með sýningarstjórunum í þeim verkefnum,“ segir hann. Vonandi verður af þeim plönum svo áhugasamir geti skoðað verkið hvort sem það verður í Elliðaárdalnum eða annars staðar.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Myndlist Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira