„Við erum vanir að spila einum færri“ Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 22:44 Arnar Gunnlaugsson hampaði bikar að leik loknum vísir / hulda margrét Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ í Víkinni í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur, miðað við aðstæður í fyrri hálfleik þá var þetta góð gæði hjá báðum liðum og flottur fótbolti. Það var vel tekist á og það var enginn vorbragur yfir þessum leik. Í seinni hálfleik vorum við stórkostlegir og hreint út ótrúlegt að við höfum ekki skorað í byrjun,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 60. mínútu og Víkingur lék einum manni færri sem eftir lifði leiks. „Eftir að Halldór var rekinn út af þá þurftum við að draga djúpt inn og verja markið okkar vel, sem við gerðum. Mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Ótrúlegt að hafa ekki skorað í seinni hálfleik „Þetta er alltaf snúið en við reyndum að verja markið okkar og við erum orðnir nokkuð góðir í því. Við erum vanir að spila einum færri, það eru nokkrir leikir sem við höfum gert það. Við kunnum það alveg en á móti svona gæðaliði þá þarf bara að halda fókus og einbeitingu í 90 mínútur. Ég skil ekki hvernig náðum ekki að skora í seinni hálfleik, það lá mjög mikið á Valsmönnum á tímabili. Það sýndi hvað við gerðum vel í fyrri hálfleik á móti vindi að Valur komst varla fram yfir miðju þessar fyrstu 20 mínútur í seinni hálfleik þegar við vorum með jafnmarga leikmenn inn á." Það var talsverður hiti í leiknum og stympingar milli leikmanna, sérstaklega eftir að Halldór Smári var rekinn af velli og fékk Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkinga rautt spjald í kjölfarið. Arnar var þó sammála dómara leiksins. „Mér fannst Halldór Smári fara frekar groddaralega í þessa tæklingu. Hann var búinn að vera mjög aggresívur í leiknum og láta finna vel fyrir sér. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt rautt spjald, því miður.“ Arnar var vel dúðaður á hliðarlínunni í kvöldvísir / hulda margrét Lærisveinar Arnars hefja leik í Bestu deildinni eftir aðeins fimm daga en liðið mætir Stjörnunni á heimavelli í opnunarleik deildarinnar þann 6. apríl. „Ég er mjög sáttur við hópinn en ég hefði viljað hafa fleiri leikmenn heila, menn eru að skríða saman og ekki allir klárir í fyrsta leik en við erum með stóran og sterkan hóp og mætum vel stemmdir til leiks,“ sagði Arnar að lokum þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahóp Víkinga.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31