Eðlilegt að mögulegt framboð Katrínar sé rætt á fundi þingflokksins Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2024 08:47 Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það ekki lengur koma á óvart þegar nýir bætast í forsetaslaginn. Vísir/Vilhelm Þingkona Sjálfstæðisflokksins telur of mikið gert úr því að þingflokkurinn ætli að ræða mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta á fundi í dag. Ekki eru önnur mál á fundi þingflokksins í dag. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir Katrínu enn að hugsa málið. „Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
„Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent