Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er einn besti markaskorari Evrópu eins og hún hefur sýnt með Wolfsburg og pólska landsliðinu. Getty/Grzegorz Wajda Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir. Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir.
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn