Guðmundur Felix býður fram krafta sína Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2024 09:06 Guðmundur Felix langar að verða forseti. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. „Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir þann ómetanlega stuðning sem þið hafið veitt mér á minni vegferð. Ég stend í dag á tímamótum, þar sem ég hef lokið 3 ára endurhæfingu eftir tvöfalda handaágræðslu, sem aldrei hefði verið möguleg, nema fyrir einstakan stuðning og samstöðu Íslensku þjóðarinnar,“ segir í framboðstilkynningu Guðmundar Felix. Hann segist hafa staðið á krossgötum í lífi sínu fyrir tuttugu árum, þegar hann missti báða handleggi í vinnuslysi. „Ég gat haldið áfram á þeirri stefnu sem ég var og mætt óumflýjanlegum örlögum mínum eða breytt henni með því að horfast heiðarlega í augu við sjálfan mig og spyrja hver ég vildi vera og hvert ég vildi stefna. Það varð mér fljótlega ljóst að ef ég vildi eiga gott og innihaldsríkt líf þurfti ég að láta af sumum þeirra hugmynda sem ég hafði og tileinka mér aðrar.“ Fyrstur til að fá tvo heila handleggi grædda á sig Guðmundur Felix segir að sjálfsvorkunn yfir þeirri stöðu hans hefði verið til þess fallin að afla honum samúðar en ekkert gert til þess að koma honum á betri stað. Hvernig honum leið hafi verið vísbending um hvað mætti betur fara en ekki áttaviti til að byggja lífið á. „Gott og innihaldsríkt líf er ekki laust við sorgir og sársauka. Líf sem hafði þann eina tilgang að líða aðeins betur var dæmt til glötunar. En með því að nálgast lífið út frá því hvað ég gæti lagt að mörkum í stað þess hvað ég gæti fengið út úr því, reyndist lykillinn að hamingjunni. Það var ljóst að heimurinn og fólkið í honum var ekki að fara að aðlagast mínum óskum. Ég þurfti að byggja upp karakter út frá því sem ég taldi gott og rétt. Að vera góð manneskja er persónueinkenni, ekki dyggðarskraut.“ Með þessi gildi að leiðarljósi hafi hann hafið vegferð sem varð til þess að hann varð fyrsti einstaklingurinn í heiminum til að fá ágrædda tvo heila handleggi frá öxlum. Undanfarin ár sérkennileg Guðmundur Felix segir að undanfarin ár hafi verið sérkennileg í samskiptum manna og skautun samfélagsins aukist dag frá degi. „Lýðræðislegar samræður hafa vikið fyrir óbilgirni. Deilur ganga ekki út á að finna sameiginlega lausn heldur er allt kapp lagt á að vinna og helst niðurlægja. Samfélagsumræðu er í æ meiri mæli stjórnað af jaðarhópum sitthvoru megin á hinu pólitíska litrófi. Saklausar vangaveltur um eðli hluta eru teknar sem afstöður og fólki er skipað í fylkingar að því forspurðu.“ Þá segir hann að Ísland og jafnvel heimsbyggðin öll sé á svipuðum stað og hann var á fyrir rúmum tuttugu árum. „Við getum haldið áfram á sömu braut í átt að óumflýjanlegum örlögum okkar eða við segjum stopp hér og tökum nýja stefnu. Ég trúi því að við séum nógu mörg á miðjunni sem er annt um okkar samfélag og erum tilbúin að axla þá ábyrgð sem til þarf. Einstaklingar sem geta tekið við hatri og neikvæðni án þess að þurfa að bera það áfram. Einstaklingar sem geta borið höfuðið hátt og sagt, „hatrið stoppar hjá mér.““ Getum ekki treyst á þetta reddist Guðmundur Felix segir nauðsynlegt að Íslendingar umvefji unga fólkið sitt með ábyrgri hegðun og góðum fordæmum. Taka þurfi ábyrgð á velferð þeirra með því að taka erfiðar ákvarðanir í stað þess að fara undan í flæmingi. Við getum ekki lengur látið þjóðarskútuna reka á reiðanum í veikri von um að „þetta reddist“. Í lýðræðisríki þurfi ekki allir að sjá heiminn í sama ljósi en við þurfum að vera samstíga með leikreglur, stefnu og gildismat. Við þurfum að skoða hvað það er í okkar samfélagi sem er gott og uppbyggilegt. Halda í það og sleppa öðru. Það skipti engu máli á hvaða farrými við ferðumst, það sé öllum til heilla að farartækið hangi saman. „Það er af þessum ástæðum sem ég býð mig fram. Embætti forseta Íslands er í hugum flestra sameiningartákn og líf mitt er bókstaflega holdgerfingur þess hvers Íslendingar eru megnugir þegar við tökum höndum saman. Atkvæði greitt til mín ætti að virka sem áminning fyrir alla, hvort heldur innanlands sem utan, að það er alltaf von og það er alltaf leið.“ Loks segir hann að næstu vikurnar verði hann á ferð og flugi um Ísland að kynna sig og safna undirskriftum. Hann hvetji fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem hafa tök á að bjóða sér í spjall að senda tölvupóst á [email protected]. „Ég hlakka til að fá loksins að taka í höndina á ykkur sem flestum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir þann ómetanlega stuðning sem þið hafið veitt mér á minni vegferð. Ég stend í dag á tímamótum, þar sem ég hef lokið 3 ára endurhæfingu eftir tvöfalda handaágræðslu, sem aldrei hefði verið möguleg, nema fyrir einstakan stuðning og samstöðu Íslensku þjóðarinnar,“ segir í framboðstilkynningu Guðmundar Felix. Hann segist hafa staðið á krossgötum í lífi sínu fyrir tuttugu árum, þegar hann missti báða handleggi í vinnuslysi. „Ég gat haldið áfram á þeirri stefnu sem ég var og mætt óumflýjanlegum örlögum mínum eða breytt henni með því að horfast heiðarlega í augu við sjálfan mig og spyrja hver ég vildi vera og hvert ég vildi stefna. Það varð mér fljótlega ljóst að ef ég vildi eiga gott og innihaldsríkt líf þurfti ég að láta af sumum þeirra hugmynda sem ég hafði og tileinka mér aðrar.“ Fyrstur til að fá tvo heila handleggi grædda á sig Guðmundur Felix segir að sjálfsvorkunn yfir þeirri stöðu hans hefði verið til þess fallin að afla honum samúðar en ekkert gert til þess að koma honum á betri stað. Hvernig honum leið hafi verið vísbending um hvað mætti betur fara en ekki áttaviti til að byggja lífið á. „Gott og innihaldsríkt líf er ekki laust við sorgir og sársauka. Líf sem hafði þann eina tilgang að líða aðeins betur var dæmt til glötunar. En með því að nálgast lífið út frá því hvað ég gæti lagt að mörkum í stað þess hvað ég gæti fengið út úr því, reyndist lykillinn að hamingjunni. Það var ljóst að heimurinn og fólkið í honum var ekki að fara að aðlagast mínum óskum. Ég þurfti að byggja upp karakter út frá því sem ég taldi gott og rétt. Að vera góð manneskja er persónueinkenni, ekki dyggðarskraut.“ Með þessi gildi að leiðarljósi hafi hann hafið vegferð sem varð til þess að hann varð fyrsti einstaklingurinn í heiminum til að fá ágrædda tvo heila handleggi frá öxlum. Undanfarin ár sérkennileg Guðmundur Felix segir að undanfarin ár hafi verið sérkennileg í samskiptum manna og skautun samfélagsins aukist dag frá degi. „Lýðræðislegar samræður hafa vikið fyrir óbilgirni. Deilur ganga ekki út á að finna sameiginlega lausn heldur er allt kapp lagt á að vinna og helst niðurlægja. Samfélagsumræðu er í æ meiri mæli stjórnað af jaðarhópum sitthvoru megin á hinu pólitíska litrófi. Saklausar vangaveltur um eðli hluta eru teknar sem afstöður og fólki er skipað í fylkingar að því forspurðu.“ Þá segir hann að Ísland og jafnvel heimsbyggðin öll sé á svipuðum stað og hann var á fyrir rúmum tuttugu árum. „Við getum haldið áfram á sömu braut í átt að óumflýjanlegum örlögum okkar eða við segjum stopp hér og tökum nýja stefnu. Ég trúi því að við séum nógu mörg á miðjunni sem er annt um okkar samfélag og erum tilbúin að axla þá ábyrgð sem til þarf. Einstaklingar sem geta tekið við hatri og neikvæðni án þess að þurfa að bera það áfram. Einstaklingar sem geta borið höfuðið hátt og sagt, „hatrið stoppar hjá mér.““ Getum ekki treyst á þetta reddist Guðmundur Felix segir nauðsynlegt að Íslendingar umvefji unga fólkið sitt með ábyrgri hegðun og góðum fordæmum. Taka þurfi ábyrgð á velferð þeirra með því að taka erfiðar ákvarðanir í stað þess að fara undan í flæmingi. Við getum ekki lengur látið þjóðarskútuna reka á reiðanum í veikri von um að „þetta reddist“. Í lýðræðisríki þurfi ekki allir að sjá heiminn í sama ljósi en við þurfum að vera samstíga með leikreglur, stefnu og gildismat. Við þurfum að skoða hvað það er í okkar samfélagi sem er gott og uppbyggilegt. Halda í það og sleppa öðru. Það skipti engu máli á hvaða farrými við ferðumst, það sé öllum til heilla að farartækið hangi saman. „Það er af þessum ástæðum sem ég býð mig fram. Embætti forseta Íslands er í hugum flestra sameiningartákn og líf mitt er bókstaflega holdgerfingur þess hvers Íslendingar eru megnugir þegar við tökum höndum saman. Atkvæði greitt til mín ætti að virka sem áminning fyrir alla, hvort heldur innanlands sem utan, að það er alltaf von og það er alltaf leið.“ Loks segir hann að næstu vikurnar verði hann á ferð og flugi um Ísland að kynna sig og safna undirskriftum. Hann hvetji fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem hafa tök á að bjóða sér í spjall að senda tölvupóst á [email protected]. „Ég hlakka til að fá loksins að taka í höndina á ykkur sem flestum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira