Gylfi dýrastur í nýjum fantasy-leik Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 16:15 Gylfi Þór Sigurðsson spilar sína fyrstu leiktíð á Íslandi í sumar, eftir langan feril sem atvinnumaður erlendis. vísir/Hulda Margrét ÍTF, hagsmunasamtök félaganna í efstu deildum Íslands í fótbolta, hafa opnað fyrir skráningu í draumadeildarleik sem tengist Bestu deild karla í fótbolta. Keppni í Bestu deildinni hefst á laugardaginn þegar Víkingur mætir Stjörnunni. Fjórir leikir eru svo á sunnudaginn og fyrstu umferð lýkur með leik Breiðabliks og FH á mánudagskvöld. Aðdáendur Bestu deildarinnar geta núna skráð sig í fantasy-leik sem finna má á slóðinni fantasy.bestadeildin.is. Fantasy leikur Bestu deildar karla hefur verið opnaður Hægt er að skrá sig og búa til lið á:https://t.co/hc53zHkCNB#bestadeildin pic.twitter.com/OyaP7WHUbP— Besta deildin (@bestadeildin) April 3, 2024 Það kemur kannski ekki mjög á óvart hver skipar efsta sætið á listanum yfir dýrustu leikmenn í leiknum, en það er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Vals. Gylfi er metinn á 14 milljónir króna en notendur fá 100 milljónir til leikmannakaupa og þurfa að versla ellefu leikmenn fyrir þá upphæð. Höskuldur og Ingvar dýrastir í sinni stöðu Næstu menn á eftir Gylfa á verðlistanum eru tveir KA-menn, þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Viðar Örn Kjartansson sem líkt og Gylfi er nýkominn heim eftir langan atvinnumannaferil erlendis. Tryggvi Hrafn Haraldsson, félagi Gylfa í Val, er svo fjórði dýrastur á 13 milljónir. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er langdýrasti varnarmaður leiksins, á 12,5 milljónir, en Valsarinn Birkir Már Sævarsson kemur þar næstur á 9,5 milljónir. Af markvörðum er Víkingurinn Ingvar Jónsson dýrastur, á 7,5 milljónir, en Árni Snær Ólafsson úr Stjörnunni og Frederik Schram úr Val næstir á 7 milljónir. Fantasy-leikinn má finna með því að smella hér. Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Keppni í Bestu deildinni hefst á laugardaginn þegar Víkingur mætir Stjörnunni. Fjórir leikir eru svo á sunnudaginn og fyrstu umferð lýkur með leik Breiðabliks og FH á mánudagskvöld. Aðdáendur Bestu deildarinnar geta núna skráð sig í fantasy-leik sem finna má á slóðinni fantasy.bestadeildin.is. Fantasy leikur Bestu deildar karla hefur verið opnaður Hægt er að skrá sig og búa til lið á:https://t.co/hc53zHkCNB#bestadeildin pic.twitter.com/OyaP7WHUbP— Besta deildin (@bestadeildin) April 3, 2024 Það kemur kannski ekki mjög á óvart hver skipar efsta sætið á listanum yfir dýrustu leikmenn í leiknum, en það er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Vals. Gylfi er metinn á 14 milljónir króna en notendur fá 100 milljónir til leikmannakaupa og þurfa að versla ellefu leikmenn fyrir þá upphæð. Höskuldur og Ingvar dýrastir í sinni stöðu Næstu menn á eftir Gylfa á verðlistanum eru tveir KA-menn, þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Viðar Örn Kjartansson sem líkt og Gylfi er nýkominn heim eftir langan atvinnumannaferil erlendis. Tryggvi Hrafn Haraldsson, félagi Gylfa í Val, er svo fjórði dýrastur á 13 milljónir. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er langdýrasti varnarmaður leiksins, á 12,5 milljónir, en Valsarinn Birkir Már Sævarsson kemur þar næstur á 9,5 milljónir. Af markvörðum er Víkingurinn Ingvar Jónsson dýrastur, á 7,5 milljónir, en Árni Snær Ólafsson úr Stjörnunni og Frederik Schram úr Val næstir á 7 milljónir. Fantasy-leikinn má finna með því að smella hér.
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira